Upplifir sorg því makinn vill ekki eignast barn

Íslensk kona dreymir um að eignast barn en eiginmann hennar …
Íslensk kona dreymir um að eignast barn en eiginmann hennar langar það ekki. Hvað er til ráða? Kelly Sikkema/Unsplash

Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni svara spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem er langar að eignast barn en eiginmaður hennar er ekki á sammála. 

Sæll Theodór. 

Við hjónin erum ósammála um barneignir. Ég á eitt barn fyrir og hann ekkert. Þetta hefur valdið kergju í sambandi okkar í langan tíma. Ég finn að ég hef fjarlægst tilfinningalega. Ég sá fyrir mér að eignast allavega 1-2 börn í viðbót en nú er lífsklukkan varðandi barneignir að renna út hjá mér. Hann hefur ekki gefið ástæðu og vill ekki gefa ástæðu fyrir því að vilja ekki barn. Ég finn fyrir mikilli sorg að þurfa að gefa þetta eftir. Hef hugleitt skilnað og fara ein í að eignast barn en á sama tíma langar mig ekki til að fórna hjónabandinu. 
Hvað er til ráða? 

Kveðja, 

JH

Theodór Francis Birgisson er klinískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Hann starfar …
Theodór Francis Birgisson er klinískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Hann starfar sem ráðgjafi hjá Lausninni.

Sæl og blessuð og takk fyrir þessa flóknu spurningu.  

Hér er á ferðinni stærsta ákvörðun hvers parsambands og það er engin einföld lausn til  þar sem hér er um tvö mjög ólík sjónarmið að ræða. Það er ekki hægt að krefjast þess að einstaklingar vilji eignast barn en það er heldur ekki hægt að krefjast þess að einhver vilji ekki eiga barn. Ég myndi samt byrja á að reyna að fá ástæðurnar hjá honum fyrir því af hverju hann vill ekki eignast börn.

Það gæti verið vegna erfiðra minninga úr æsku hans, það gæti líka verið vegna þess að hann viti af einhverjum sjúkdómi sem herjar á ættina hans og hann vill ekki taka þá áhættu að færa þann sjúkdóm niður í næstu kynslóð. Hann gæti líka verið á þeirri skoðun að „heimurinn er orðinn svo klikkaður“ að hann vilji ekki koma með barn í heiminn af þeim ástæðum. Það sem hér er að framan talið er það sem ég hef oftast heyrt í sambærilegum aðstæðum. Hér þarf að setjast niður og ræða um málin. Þetta er of stórt viðfangsefni til þess að það sé hægt að humma umræðuna fram af sér. Ef ykkur tekst ekki að ræða þetta tvö ein þá myndi ég panta tíma hjá fjölskyldufræðingi eða pararáðgjafa sem hefur menntað sig sértaklega í parameðferð. Þetta er klárlega vandi sem leysist ekki sjálfkrafa. Eftir að raunveruleg umræða hefur átt sér stað kemur í ljós hvort sambandið lifi þennan ágreining af. 

Kær kveðja,

Theodór Francis Birgisson. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Theodór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda