Nágranninn setti upp jólaljósin fyrir Ínu

Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar er gestur í hlaðvarpinu Sorg …
Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar er gestur í hlaðvarpinu Sorg og missir.

Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar er fyrsti gesturinn í splunkunýju hlaðvarpi sem heitir Sorg og missir. Hlaðvarpið er á vegum Sorgarmiðstöðvar og í þessum fyrsta þætti ræðir Karólína Helga Símonardóttir við Ínu Lóu um sorgina og hátíðahald. Báðar þekkja þær sorgina vel að eigin raun því báðar hafa þær misst maka. Auk þess missti Ína Lóa barn á meðgöngu. 

Þær segja að hátíðahöld geti verið erfið fyrir syrgjendur. Karólína segir frá því að hún hafi helst viljað flýja jólin og fara til Spánar eftir að hún missti manninn sinn. Börnin hennar tóku það ekki í mál og endaði hún á því að halda jól heima og eiga góðar stundir með börnunum. 

Ína Lóa segir frá því börnin hennar hafi haft sterkar skoðanir á því hvernig jólin ættu að vera og það hafi hjálpað henni að leyfa þeim að ráða för. Hún segir jafnframt að það hafi margt óvænt gerst fyrstu jólin eftir að hún missti manninn sinn. Eitt af því sem stendur upp úr er þegar nágranni hennar gladdi hana óendanlega mikið. 

„Ég kem heim í byrjun desember og nágranninn var búinn að hengja upp jólaljós hjá mér. Það var svo mikill munur að fá svona aðstoð,“ segir Ína Lóa og segir að hlutir eins og að setja upp jólaljós geti vafist fyrir fólki í sorg. 

Hægt er að hlusta á hlaðvarp Sogarmiðstöðvar á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda