Ástarspáin 2023! Hvað segja stjörnumerkin?

Er árið 2023 sem þú finnur ástina?
Er árið 2023 sem þú finnur ástina? Ljósmynd/Thinkstockphotos

Finnur þú ástina í lífinu þínu á árinu 2023? Eða kólnar í svefnherberginu? Stjörnumerkin hafa mikið að segja um persónuleika fólks og þar með hvort að það gengur að daðra við nýjan elskhuga eða hreinlega hvort það sé komi tími til að skipta út. 

Hrút­ur

Hrúturinn mun líklega ekki finna ástina árið 2023 þó svo að vonbiðlarnir verði nokkrir. Sumarið verður heitt hjá hrútnum og ekki ólíklegt að eldheitt ástarsamband eigi sér stað hjá hrútnum í júní og júlí. Þann 4. nóvember ætti hrúturinn að opna augu sín þrátt fyrir að vera ekki tilbúinn í langtímasamband. 

Naut

Ástarmálin hafa verið erfið hjá nautinu undanfarin ár en það mun breytast á árinu 2023. Nautinu finnst gott að fá að vera í friði en nýtur sín vel þegar að sýnir varnarleysi. Um mitt sumar verður auðveldara að hleypa ástinni að og þá er ein besta aðferðin að tjá tilfinningar sínar. 

Tví­bur­ar

Ást og daður er ekki efst í huga tvíbura á árinu 2023. Fólk í merki tvíbura ætti frekar að verja tíma með nánum vinum í stað þess að leita að ástinni. Mælt er með því að fara varlega þegar kemur að ástinni og fara sérstaklega varlega 18. júlí. Eitraða fyrrverandi elskhuga ber að varast en þeir þurfa ekki að vera í lífinu. Tvíburinn ætti að byrja að vingast við nýjar manneskjur og láta stjörnurnar sjá um hvort eitthvað meira verði úr sambandinu. 

Hvað segir stjörnuspáin um ástarmálin þín á árinu 2023?
Hvað segir stjörnuspáin um ástarmálin þín á árinu 2023? mbl.is/Thinkstockphotos

Krabbi

Krabbinn hefur verið í ákveðnum breytingafasta á undanförnum árum. Árið 2023 ætti krabbinn að horfa til baka og sjá hvað hann hefur þroskast. Frá og með 17. júlí mun krabbinn hafa meiri tíma fyrir stefnumót og daður en krabbinn ætti samt ekki að fara of geyst. 

Ljón

Það skiptir meira máli að dýpka sambandið en að kveikja á sjarmanum. Árið 2023 gæti verið tími til að skipuleggja framtíðina með ákveðnum aðila. Frá og með 23. mars verður erfiðast fyrir ljónið að breyta hugmyndum um sambönd til þess að ná lengra í rómantíska lífinu. 

Meyja

Upphaf ársins verður erfitt fyrir meyjuna en hún mun þó skilja betur hvað hún vill og þörfina fyrir ást. Þann 7. mars þarf meyjan að biðja um það sem hún vill jafnvel þó að það verði óþægilegt vegna þess að það krefst skuldbindingar.  

Vog

Vogin á ekki í vandræðum með að daðra. Jafnvel feimnar vogir eru eins og seglar. Á þessu ári er tími fyrir vogina að breyta til og saklaust daður sem lítil alvara er í er ekki nóg fyrir vogina. Vogin þráir elskhuga sem hún getur þroskast með og átt í góðum samskiptum við.   

Sporðdreki

Sporðdrekinn ætti ekki af hafa áhyggjur af því hvort hann sé í sambandi eða einhleypur. Hann þarf að muna að hann hefur ekki stjórn á framtíðinni. Á þessu ári gæti daður orðið alvarlegra en gert var ráð fyrir. Í kringum 7. mars gæti sporðdrekinn fundið það sem hann var að leita að, hvort sem það er alvarlegra samband eða að vera einhleypur. Sporðdrekinn ætti ekki að skammast sín fyrir að vita ekki hvað tekur við næst. 

Þarftu að eiga heiðarlegt samtal á árinu 2023?
Þarftu að eiga heiðarlegt samtal á árinu 2023? mbl.is/Thinkstockphotos

Bogmaður

Það verður allt að gerast hjá bogmanninn næst sumar en bogmaðurinn þarf að muna að fara varlega. Þann 16. júní gæti bogmaðurinn farið að nálgast ástina á annan hátt en áður en hann þarf að muna að gera sér ekki upp of miklar væntingar. 

Stein­geit

Steingeitin siglir lygnan sjó þegar kemur að ástarmálum árið 2023. Steingeitin á eftir að læra mikið á samskiptum sínum við annað fólk í vor sem kemur að góðum notum næsta sumar. Þann 1. júlí þarf steingeitin að skoða hvernig samskiptin eru í sambandinu og passa hvort hún sé ánægð. Rómantísk sambönd mega ekki taka of mikið pláss í lífi steingeitarinnar enda ekki öll möguleg sambönd rétt fyrir þá vegferð sem steingeitin er á.  

Vatns­beri

Vatnsberinn er uppreisnarseggur inn við beinið og það heldur áfram árið 2023. Daður verður ekki í forgangi á fyrri hluta árs og ef sambandið er ekki að virka gæti vatnsberinn ákveðið að endurskoða það. Það hitnar vel í kolunum í kringum 13. og 14. júlí og vatnsberinn ákveður að vera ekki bara til skrauts. Í lok sumars gætu einhverjir vatnsberar hreinlega sagt skilið við maka, ef svo er ætti vatnsberinn að varast að hoppa strax í næst samband. 

Fisk­ar

Árið 2023 byrjar rólega hjá fólki í fiskamerkinu, það breytist 26. mars en þá ákveða fiskarnir að láta taka eftir sér. Í sumar gætu fiskar þurft að eiga heiðarlegt samtal um hversu hrifnir þeir eru af einhverjum. Í lok sumars er tími til að endurskoða hvernig hefur gengið. Ef fiskarnir hafa farið eftir sínum mörkum þá líður þeim vel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda