Eigum við að losa okkur við synina?

Hjón á sextugsaldri velta fyrir sér hvort þau eigi að …
Hjón á sextugsaldri velta fyrir sér hvort þau eigi að losa sig við synina og kaupa sér minni íbúð.

Theo­dór Franc­is Birg­is­son fjöl­skyldu­fræðing­ur hjá Lausn­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Nú svar­ar hann spurn­ingu les­anda á sex­tugs­aldri sem velt­ir því fyr­ir sér hvort hann eigi að kaupa minni íbúð. 

Er með tvo syni heima sem eru komn­ir á þrítugs­ald­ur, 25 og 27 ára. Sum­ir eru að ráðleggja okk­ur hjón­um að losa okk­ur við þá og kaupa minni íbúð. En við vit­um hvað leiga hér á höfuðborg­ar­svæðinu kost­ar. Erum hjón á sex­tugs­aldri.

„Sæl og blessuð og takk fyr­ir þessa góðu spurn­ingu sem ég fæ nokkuð reglu­lega í viðtöl­um hjá mér.

Það eina sem virk­ar fyr­ir alla er vatn og súr­efni og í þess­um mál­um. Það er ekki til eitt svar fyr­ir alla. Hér þarf að að skoða fleiri en eina hlið. Leigu­verð er sann­ar­lega allt of hátt í Reykja­vík og það er mjög slæmt að unga fólkið okk­ar eigi margt hvert ekki mögu­leika á að kom­ast í eigið hús­næði nema með hjálp for­eldra. Það er sann­ar­lega ekki gefið að all­ir for­eldr­ar geti bætt slík­um út­gjöld­um við eig­in rekst­ur og grun­ar mig að það sé í raun lág pró­senta for­eldra sem ráði við það.

Mér finnst mik­il­vægt í þess­ari jöfnu að skoða hvort dreng­irn­ir séu enn að mennta sig eða hvort þeir eru komn­ir í launuð störf. Ef þeir eru komn­ir í launuð störf þá ættu þeir að sjálf­sögðu að leggja fjár­muni til heim­il­is­ins, og án þess að vera neinn fjár­málaráðgjafi þætti mér ekki ósann­gjarnt að þriðjung­ur út­borgaðra launa þeirra fari til ykk­ar, einn þriðji í sparnað fyr­ir út­borg­un í sína eig­in eign – sem þeir gætu til dæm­is keypt sér sam­an – og síðasti þriðjung­ur­inn gæti þá farið í þeirra eig­in fram­færslu og neyslu. Þessi ráðstöf­un myndi þá einnig gera ykk­ur lífið aðeins auðveld­ara fjár­hags­lega og því kæmi smá sára­bót fyr­ir því að hafa strák­ana heima.

Theodór Francis Birgisson er klinískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Hann starfar …
Theo­dór Franc­is Birg­is­son er klin­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi og fjöl­skyldu­fræðing­ur. Hann starfar sem ráðgjafi hjá Lausn­inni.

Ef þeir eru enn að mennta sig er mik­il­vægt að til sé ein­hver áætl­un um hvað þeir reikni með að búa lengi heima og ef tekj­ur þeirra eru litl­ar þætti mér eðli­legt að „leig­an“ væri greidd í hús­verk­um. Þannig gæti ykk­ar líf orðið aðeins auðveld­ara og meira jafn­vægi á heild­arálagi á heim­ilið.

Kær kveðja,

Theo­dor Franc­is Birg­is­son.“

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theo­dor spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda