Engin skylda að stunda kynlíf í sambandi

Áslaug Kristjánsdóttir er gestur Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Krassandi …
Áslaug Kristjánsdóttir er gestur Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Krassandi konur. Ljósmynd/Samsett

Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og kynlífsráðgjafi er gestur í hlaðvarpsþætti Ásdísar Ránar, Krassandi konur. Í þættinum ræða þær um kynlíf og breytingaskeiðið. Áslaug er hafsjór af fróðleik þegar kemur að málefninu en hún lærði upphaflega hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands en fór svo til Ástralíu og Bretlands þar sem lærði kynlífsráðgjöf. 

Þær tala um breytingaskeiðið, klám og kynlíf. Áslaug segir að það gerist margt í lífi fólks á breytingaskeiði. Oft er fólk í þannig aðstæðum að börnin eru að flytja að heiman. Ef fólk upplifir það á jákvæðan hátt að börnin flytja að heiman þá getur fólk haft meiri kynlífslöngun en ef fólk upplifir það sem sorg að börnin fljúgi úr hreiðrinu gæti það haft minni kynlífslöngun. 

Karlar gangi líka í gegnum breytingar

Ásdís Rán spyr Áslaugu út í breytingaskeið karla en henni finnst vanta mjög mikið í umræðuna á Íslandi að það sé rætt. 

„Það eru ekki bara við konurnar sem göngum í gegnum þessar breytingar heldur karlmennirnir líka. Eftir fertugt hjá þeim minnkar stinning með hverju ári, kynlífslöngun og fleira, þeir fá líka þunglyndi, depurð, minni drifkraft og allskonar aukaverkanir þegar testósterónið minnkar í líkamanum en það gleymist alveg í umræðunni. Það eru ekki bara við konurnar sem erum að þjást eftir fertugt heldur þurfa karlarnir líka að ganga í gegnum erfiðar breytingar en þeir tala miklu minna um það og það er kannski lítið til af upplýsingum til að aðstoða menn í gegnum þetta,“ segir Ásdís Rán. 

Hóflegt áhorf geti gert gott

Áslaug segir að það sé áhugavert að pæla í þessu. „Af hverju eru karlmenn minna að opna sig í þessum málum. Það væri alveg frábært ef þeir mundu opna sig meira því auðvitað breytist hormónaframleiðslan töluvert hjá þeim líka með allskonar aukaverkunum. Margir fara í kjölfarið til lækna til að mæla testósterón gildi og fá þá auka hormóna. Þetta er líka náttúran að segja okkur að við erum að breytast, leggöng þorna og ris minnkar, barneignir klárast og annað tímabil byrjar,“ segir Áslaug. 

Ásdís Rán og Ásdís ræða líka áhrif kláms á nútíma kynlíf. 

„Ég held að flest fólk geri sér alveg grein fyrir muninum á framleiddu klámefni og raunveruleikanum. Það er ekki mikið til af rannsóknum sem hafa fundið út að það brengli okkar hegðun í kynlífi en þetta er alltaf óttinn okkar alveg eins og sagt er að horfa á ofbeldi í sjónvarpi geti auki líkur á að beita ofbeldi en tengslin á þessa þætti hafa ekki verið sannaða. En það eru hins vegar til rannsóknir sem sýna að ef þú horfir á klám þá ertu líklegri til að njóta kynlífs og ef par horfir á klám saman þá eru meiri líkur á því að það stundi meira kynlíf, þannig það er erfitt að dæma hvaða áhrif þetta hefur en kannski eins og með margt allt annað þá getur hófleg neysla/áhorf gert gott fyrir marga,“ segir Áslaug. 

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda