„Skandinavíska nálgunin“ skili góðum árangri í rúminu

Sænska sjónvarpsstjarnan Ulrika Jonsson segir Skandinavíubúa lifa góðu kynlífi.
Sænska sjónvarpsstjarnan Ulrika Jonsson segir Skandinavíubúa lifa góðu kynlífi. Samsett mynd

Sænska sjónvarpsstjarnan Ulrika Jonsson afhjúpaði á dögunum leyndarmál sín að góðu kynlífi. Hún segir hina svokölluðu „skandinavísku nálgun“ skila góðum árangri í rúminu.

Ulrika segir Skandinavíubúa lifa góðu kynlífi vegna þess hve „náttúrulegt“ viðhorf þeirra gagnvart kynlífi sé. Þá segir hún kynlífsfræðslu byrja snemma og að engin tilgerð eða óþægindi sé í kringum hvað það sé að njóta ásta. 

„Ég lærði fyrst um kynlíf í leikskóla aðeins um fimm ára gömul. Þetta var ekki spurning um að læra um fuglana og býflugurnar. Þau kölluðu kynlíf það sem það er. Það var engin tilgerð,“ sagði Ulrika í samtali við Daily Mail

Skandinavíubúar séu óhræddir við nektina

Ulrika segir Skandinavíubúa vera óhrædda við nektina og að þeir sætti sig yfirleitt við nakinn líkama sinn. Þá segir hún þá einnig vera „heltekna“ af jafnrétti og að konur ættu ekki í neinum vandræðum með að leita að ánægju og gera það sem þær vilja.  

Í gegnum árin hefur Ulrika verið óhrædd við að tala um ástarlíf sitt opinberlega, en í október síðastliðnum viðurkenndi hún að henni þætti gaman að fara á stefnumót og sofa hjá yngri mönnum.

„Frískandi“ að vera með yngri mönnum

Hún segist ekki endilega kjósa yngri menn fram yfir eldri, en það hafi þó verið „frískandi“ að vera með yngri mönnum þar sem þeir vissu ekki endilega hver hún væri. Þá segist hún hafa verið með mönnum allt niður í 26 ára, en sjálf er hún 55 ára og segist vera orkumikil og njóta kynlífsins. 

„Ég er í hormónauppbót núna vegna tíðahvarfa, en það hefur ekki haft nein áhrif á kynlífið mitt. Ég er enn mjög áhugasöm um það og myndi elska að hafa einhvern í lífi mínu,“ sagði Ulrika. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda