Ný „kenning“ gerir allt vitlaust á Instagram

Ljósmynd/Darius Bashar

Ný „kenning“ hefur verið að gera allt vitlaust á Instagram undanfarna daga. Þetta er ekki fræði- né vísindakenning en gæti flokkast sem eins konar heimspekikenning.

Kona að nafni Mel Robbins birti myndband á samfélagsmiðlinum fyrir fjórum dögum þar sem hún segir frá „Let Them Theory“ eða „Leyfðu þeim-kenningunni" og hefur myndbandið vakið mikla lukku.

Kenningin snýst í stuttu máli um það að við eyðum of miklum tíma og orku í að pæla í öðrum og þeim væntingum sem við höfum til þeirra. Um leið og við hættum því, öðlumst við frelsi. „Hættu að eyða orkunni í að reyna að fá annað fólk til þess að standa undir þeim væntingum sem þú hefur til þeirra,“ skrifaði Robbins við færsluna. 

View this post on Instagram

A post shared by Mel Robbins (@melrobbins)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál