Velja kynlífsdúkkur fram yfir raunveruleg ástarsambönd

Linda Baldvinsdóttir, samskiptaráðgjafi, sagði einmanaleika stigvaxandi vandamál í heiminum vegna vandkvæða fólks í samskiptum. Linda var gestur í Dagmálum dagsins þar sem hún fór vítt og breitt um allt það sem snertir mannleg samskipti og félagsleg tengsl.

„Japanskir karlmenn eru frekar farnir að fá sér kynlífsdúkkur heldur en að fara í sambönd,“ sagði Linda sem hefur áhyggjur af þeim mikla samskiptavanda sem skapast hefur á milli fólks síðustu ár sem komi til með að aukast þegar fram í sækir ef ekki verður skipt um gír.

„Samskipti geta verið erfið en samskipti geta líka verið gefandi og góð, en það þarf að hafa fyrir þeim.“

Linda sagði skort á raunverulegum samskiptum mikið áhyggjuefni og ógn við grunnþarfir einstaklinga.

„Okkur skortir þessar góðu tilfinningar inn í líf okkar. Við þörfnumst nándar, umhyggju og kærleika og þurfum að geta veitt öðrum það sama,“ sagði hún og hvatti einstaklinga til að sporna við félagslegri einangrun og fjarlægum samskiptum með því að breyta um áherslur og stuðla þar með að bættri líðan og auknum lífsgæðum.

Smelltu hér til að horfa eða hlusta á allan þáttinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda