„Ef hjónalífið mætir afgangi þá vitum við hvað framtíðin ber í skauti sér“

„Það getur ekkert samband haldist nema að því sé viðhaldið,“ sagði Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi í Dagmálum í vikunni. 

Linda hefur lengi stúderað samskipti og veitt einstaklingum verkfæri til að bæta og byggja upp heilbrigð samskipti í samböndum.

Telur hún hraðann sem ríkir í samfélaginu hafa hamlandi áhrif á hversdagsleika fólks sem hvorki hefur kost á því að leggja rækt við sjálft sig né aðra vegna óraunhæfra krafa sem samfélagið hefur sett.

„Ég ætla bara að leyfa mér að fullyrða það að hjónalífið verður að engu,“ sagði Linda eftir að hafa sett upp dæmi um hinn hefðbundna dag í lífi barnafjölskyldna sem eru sjaldnast neitt annað en annasamir og geta reynt verulega á hjóna- og parasambönd.

„Ef hjónalífið mætir afgangi þá vitum við hvað framtíðin ber í skauti sér.“

Smelltu hér til að hlusta eða horfa á viðtalið við Lindu í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda