Þetta er andlegt ofbeldi

Linda Baldvinsdóttir, samskiptaráðgjafi og lífsmarkþjálfi hjá Manngildi, veit sínu viti þegar samskipti eru annars vegar, enda þrautreynd í faginu. Linda var gestur í Dagmálum á dögunum en þar ræddi hún um samskipti í nánum samböndum sem geta bæði verið heilbrigð og eitruð í senn.

„Þið hjónin voruð kannski búin að tala um að skreppa í Kringluna á laugardegi eða eitthvað slíkt. Svo gleymir makinn því og vinirnir spyrja hvort hann sé ekki til í að koma og horfa á leik með þeim á laugardeginum. Hann kemur og spyr hvort þér sé ekki sama hvort hann skreppi með strákunum að sjá leikinn. Og þú svarar: „Jújú“ og setur upp svip,“ sagði Linda og setti upp raunverulegt dæmi um eitruð samskipti á milli pars í nánu sambandi.

„Það hefur engum dottið það í hug að þetta er andlegt ofbeldi,“ sagði hún.

Ennþá í fýlu en segir ekki neitt

„Svo kemur hann heim og þá ert þú búin/nn að byggja upp fýluna í þér og hann skilur ekki neitt í neinu,“ hélt hún áfram og líkti þögn, svipbrigði og fýlustjórnun í samskiptum fólks við andlegt ofbeldi.

„Við erum öll að beita einhvers konar andlegu ofbeldi. En þegar það er orðið alvarlegt og þér er farið að líða inni í samskiptunum, líður eins og þú sért í fangelsi og finnst eins og þér sé stjórnað af annarri manneskju þar sem tilfinningar þínar og tilvera er ekki virt - komdu þér þá í burtu.“

Smelltu hér til að heyra og eða sjá þáttinn heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda