5 leiðir til að fríska upp á kynlífið

kynlíf
kynlíf Ljósmynd/Unsplash

Flest pör fara í gegnum tímabil þar sem kynlífið verður fyrirsjáanlegt og jafnvel hálfgerð kvöð, sérstaklega þegar líður á sambandið. Það eru margir þættir sem geta haft áhrif á kynlíf fólks, en aðalástæðan fyrir vandamálum sem tengjast löngun í kynlíf er viðvarandi streita sem margir kannast við úr nútíma samfélagi. 

Hins vegar er ekki þar með sagt að kynlífið verði aldrei aftur ánægjulegt og spennandi. Nan J. Wise, geðlæknir og kynlífs- og sambandsráðgjafi, birti nýverið grein á Psychology Today þar sem hún fór yfir nokkrar leiðir til að fríska upp á kynlífið.

1. Finndu streituvaldana í lífi þínu

Rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á tengsl milli streitu og minni kynhvatar. Wise mælir með því að fólk finni streituvaldana í lífi sínu, til dæmis með því að spyrja sig einfaldra spurninga eins og: Hefur þú upplifað heilsufarslegar áskoranir að undanförnu? Vandamál í sambandinu? Breytingar í starfi? Aukið álag heima? Hvernig líður þér?

Hún segir að spurningar sem þessar geti hjálpað til við að bera kennsl á og takast á við streituvaldana sem sé fyrsta skrefið til að fríska upp á kynlífið. 

2. Góð samskipti númer eitt, tvö og þrjú

Góð samskipti leggja grunninn að góðu sambandi, en þau leggja líka grunninn að góðu kynlífi. „Spyrðu maka þinn hvað honum finnst um kynlífið ykkar og vertu heiðarleg/ur um hvað þér finnst. Athugaðu þó að forðast ásakanir og gagnrýni,“ segir Wise, en hún hvetur fólk til að hugsa um samræðurnar sem tækifæri til að bæta kynlífið í sambandinu. 

„Kannski þarftu að forgangsraða nánd eða endurstilla væntingar þínar um kynlíf. Ekki vera hrædd/ur við að ræða fantasíur. Það getur verið ógnvekjandi, en þegar þú hefur opnað þig og deilt löngunum þínum gætir þú uppgötvað að maki þinn hefur svipaðar langanir,“ bætir hún við, en hún segir góð samskipti geta kveikt neistann á ný og gert báða aðila spennta. 

3. Lærðu inn á mismunandi stig sambandsins

Í byrjun sambandsins er oft mikil spenna og löngun í kynlíf. Wise segir að í langtímasambandi sé hins vegar algjörlega eðlilegt að kynlíf verði nokkuð fyrirsjáanlegt og jafnvel leiðinlegt. 

„Í sambandi er ekki óvenjulegt að löngun til að stunda kynlíf minnki eða hverfi, og sérstaklega fyrir konur. Ekki taka því persónulega,“ segir hún og bendir á að löngun sé ekki nauðsynleg til að eiga gott kynlíf.

4. Lærðu inn á kynferðislega ánægju þína

„Það að auka getu okkar til kynferðislegrar ánægju felur í sér að víkka út skilgreininguna á kynlífi og einblína á víðtækari merkingu á erótík,“ segir Wise og bendir á að með því að vekja lífsgleði okkar þá fyllumst við af eldmóð til að kanna okkur sjálf, hvert annað og heiminn með nýjum augum. 

5. Einblíndu á að styrkja tilfinningatengslin

Þegar kynlíf verður að kvöð segir Wise að það geti verið gagnlegt að taka sér hlé frá því og einblína á að styrkja tilfinningatengslin við makann. „Finnið leiðir til að njóta félagsskapar hvors annars án kynlífs. Að stunda jóga saman, hugleiða eða jafnvel að fara út í göngutúr saman getur verið mikilvægur þáttur til að tengjast aftur,“ útskýrir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda