Tanja Ýr og Ryan ástfangin í tvö ár

Ryan og Tanja Ýr.
Ryan og Tanja Ýr. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn og athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og kærasti hennar Ryan, breskur sjarmör, hafa verið saman í tvö ár. Parið fagnaði sambandsafmæli sínu á dögunum og birti í tilefni þess fallega myndaröð á Instagram

Tanja Ýr er vinsæl samfélagsmiðlastjarna og farsæl viðskiptakona. Frá árinu 2014 hefur hún sinnt margvíslegum verkefnum í tengslum við samfélagsmiðla og hjálpar meðal annars áhrifavöldum og fyrirtækjum að koma sér á framfæri. Tanja Ýr státar af 35.000 fylgjendum á Instagram. Hún rek­ur einnig fyr­ir­tækið Glam­ista Hair þar sem hún sel­ur gervi­hár­tögl sem hafa notið mik­illa vin­sælda hér á landi.

Tanja Ýr flutti til Lundúna í byrjun síðasta árs og greindi frá því í mars í fyrra að hún væri komin með kærasta. Lítið er vitað um Ryan, en samkvæmt Instagram-myndunum þá hefur parið verið duglegt að ferðast og kynnti Tanja Ýr kærasta sinn meðal annars fyrir náttúrufegurð Íslands.

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Smartland óskar parinu innilega til hamingju með ástina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál