Má fara að Kerinu án þess að borga?

Tómas Jónsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Tómas Jónsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. Samsett mynd

Tómas Jónsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá Jóni sem veltir því fyrir sér hvort hann megi skoða Kerið án þess að borga. 

Sæll Tómas. 

Má ég ganga að Kerinu og neita að borga gjald?

Kveðja, 

Jón

Kerið í Grímsnesi er ein af perlum íslenskrar náttúru.
Kerið í Grímsnesi er ein af perlum íslenskrar náttúru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæll Jón.  

Réttur almennings til aðgangs að landinu okkar og náttúruperlum þess án gjalds er tryggður í lögum um náttúruvernd en sá réttur er þó háður því að landeigendum sé sýnd tillitssemi og leiðbeiningum þeirra og fyrirmælum um ferð og umgengni sé fylgt. Í byggð er landeigendum heimilt að takmarka eða banna umferð um eignarland sitt og það er nákvæmlega það sem hefur verið gert við Kerið nema að greitt sé fyrir að ganga um svæðið og leggja ökutæki. Þess má geta að eigendur Kersins hafa kostað til aðgengilegs bílastæðis og vandaðra göngustíga, sem geta í sjálfu sér réttlætt gjaldtökuna. Þannig að svarið við spurningu þinni er neikvætt - bara borga, brosa og njóta.

Með bestu kveðju, 

Tómas Jónsson lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Tómasi eða öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda