Ung íslensk hjón vekja athygli fyrir vikuleg stefnumót

Hjónin giftu sig í sumar.
Hjónin giftu sig í sumar. Samsett mynd

Ung íslensk hjón hafa á undanförnum vikum vakið mikla athygli fólks á samfélagsmiðlinum TikTok. Parið, Harpa Lind Hjálmarsdóttir og Sigþór Gunnar Jónssons, birti í sakleysi sínu myndskeið af skemmtilegri og skapandi hugmynd þeirra að stefnumótakvöldi, sem er alltaf einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum, og vakti það mikla lukku. 

Harpa Lind og Sigþór hafa verið saman í tæplega níu ár, en parið hnaut hvort um annað á fyrsta námsári þeirra í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Í dag eru þau gift og eiga tvö börn, fjögurra og eins árs. 

Það skiptir ungu hjónin miklu máli í annríki hins daglega lífs að rækta sambandið og njóta parastunda og þykir þeim ánægjulegt að sjá hve mörgum finnst hugmynd þeirra sniðug. 

„Þetta byrjaði óvænt og ég er ekki með nákvæma dagsetningu á því hvenær þetta litla ævintýri okkar hófst,“ segir Harpa Lind, en hún og eiginmaður hennar passa upp á að gera eitthvað saman í hverri viku og skiptast þau á að skipuleggja stefnumótið. 

@harpalindh Deit nr2 🤍 ótrulega frískandi og skemmtilegt og eitthvað sem öll pör ættu að gera ef þau hafa ekki gert þetta nýlega🥰 Aftur eftir viku🙌🏻 #datenight #deitvikunnar #íslenskt ♬ original sound - Harpa Lind 🤍

Tíu miðar í krukku

Aðspurð segir Harpa Lind að hjónunum hlakki ávallt til miðvikudagskvölda og að tilfinningin sé önnur en að setjast niður yfir bíómynd á laugardagskvöldi. „Stefnumótin eru okkur mikið tilhlökkunarefni í hverri viku,“ útskýrir hún. „Ég veit ekki alveg af hverju, en þetta er öðruvísi en að setjast niður saman önnur kvöld,“ segir Harpa Lind.

Hjónin skipuleggja tíu vikur í senn. „Við setjum tíu miða í krukku og merkjum hvor fimm með hugmyndum að stefnumótum næstu vikna. Á hverjum miðvikudegi er dreginn miði úr krukkunni og sá sem á vikuna sé um að undirbúa stefnumótið,“ segir hún. „Það getur oft verið mjög forvitnilegt þar sem Sigþór getur dregið miða með minni hugmynd og ég með hans,“ segir Harpa Lind og hlær. 

Ekki alls fyrir löngu dór Sigþór hugmynd Hörpu Lindar úr krukkunni, en það var kósí kvikmyndakvöld heima við. Ef Harpa Lind hefði sjálf dregið miðann ætlaði hún sér að taka dýnuna úr hjónarúmi þeirra og útbúa hugglegt kúruhorn en henni til mikillar ánægju þá fékk Sigþór sömu hugdettu og eiginkona sín og áttu hjónin ljúft „múví nite“ þar sem þau horfðu á sæta litla jólamynd. 

Miðvikudagar eru „deit nite“

Harpa Lind birti fyrsta myndskeiðið hinn 30. ágúst síðastliðinn. Það sýnir hjónin skrifa niður hugmyndirnar og útskýra fyrirkomulagið. Myndskeiðið fékk yfir 25.000 áhorf á örfáum dögum og því greinilegt að margir eru spenntir fyrir þessu sniðuga uppátæki. 

@harpalindh

Hversu skemmtilegt! 🤩 Hlakka til allra miðvikudaga í vetur🥳 Og þið fáið að fylgjast með!

♬ original sound - Harpa Lind 🤍

Hjónin deildu hugmyndum sínum, en þau vita bæði þær tíu hugmyndir sem fara í krukkuna en vita þó ekki hvenær hvert stefnumót verður né hvort þeirra endar á að skipuleggja kvöldið. Fyrsta stefnumótið var hinn 7. september og sýndu þau frá ljúfu „púslkvöldi“ þar sem Harpa Lind setti meðal annars saman dýrindis ostabakka sem þau nutu í sameiningu yfir púsluspili. 

@harpalindh Replying to @Harpa Lind 🤍 Hér kemur fyrsta deitið🤍 púsl & ostar✨ Gef mér alveg 9,5⭐️ fyrir þetta deit🫶🏻 Hvað finnst ykkur? Annars bíð eg spennt eftir næsta deiti OG upptöku klippunum hans @Sigþór Gunnar Jónsso ♬ original sound - Harpa Lind 🤍

Aðspurð um skemmtilegasta og eftirminnilegasta stefnumótið þá segir hún það vera „pastakvöldið“ sem eiginmaðurinn skipulagði. Hjónin bjuggu til pasta frá grunni, elduðu saman og borðuðu. 

Harpa Lind og Sigþór eiga nokkra miðvikudagsmiða eftir áður en þau setjast niður og merkja tíu nýja miða og því eru um að gera að fylgjast með ævintýrum þeirra á TikTok. 

@harpalindh Miðvikudagsdeit vikunnar! Í kvöld elduðum við saman ótrúlega góðan pastarétt frá grunni !😍 Mælum mjög mikið deit ! Og er þetta okkar uppáhalds hingað til🫶🏻 #íslenskt #deit #datenight #couple #love #food #fypシ #foryou #relationship #miðvikudagsdeit @Sigþór Gunnar Jónsso ♬ vlog, chill out, calm daily life(1370843) - SUNNY HOOD STUDIO
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda