„Hann keyrði með mig upp á ruslahauga og braut á mér“

Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur varð fyrir miklum brotsjó í lífinu þegar hún var unglingur. Atvikið sem hún varð fyrir þegar hún var aðeins 14 ára gömul, sakleysislega á gangi að heiman og í skólann, átti eftir að draga dilk á eftir sér út í framtíð hennar og hafa varanleg áhrif á örlög hennar og lífsraunir.

„Ég er að labba að heiman í skólann þar sem ég bjó og það stoppar bíll. Í bílnum er maður sem býður mér far,“ rifjaði Maríanna upp í Dagmálum á dögunum.

Reyndi að afþakka farið

Maríanna segist hafa reynt að afþakka farið, enda hafi skólinn verið henni í augsýn á þessum tímapunkti og steinsnar frá. Það hafi umræddur maður ekki tekið í mál og haldið áfram að reyna hvað hann gat til að tæla hana upp í bílinn.

„Það endar svo þannig að hann hefur mikla yfirburði á mig, tíu eða tólf árum eldri en ég. Hann fær mig til þess einhver veginn að koma upp í bílinn og ég læt undan því,“ segir hún og heldur áfram:

„Hann keyrir svo með mig upp á ruslahauga þar sem hann brýtur á mér og skutlar mér svo bara aftur í skólann.“ 

Að sögn Maríönnu hefur umrætt brot haft þungbær áhrif á líðan hennar í gegnum tíðina og verið henni erfiður örlagavaldur.     

„Ég hef verið að bera þetta innra með mér alla tíð.“

Hún segist ekki hafa þagað yfir þessu og ákveðið að segja góðri vinkonu frá því sem gerðist. Atburðarrásin sem þá fór af stað segir Maríanna að muni aldrei hverfa henni úr minni, svo sársaukafull hafi hún verið.

„Það var ekki hlustað á mig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál