Raunveruleikastjarnan og ein af barnsmæðrum Nick Cannon, Bre Tiese, viðurkenndi nýverið að leikarinn Michael B. Jordan væri ekki góður í rúminu, en hann er með eftirsóttari karlmönnum í Hollywood. Jordan var krýndur kynþokkafyllsti maður í heimi af tímaritinu People árið 2020.
Tiese, sem er ein af stjörnum raunveruleikaseríunnar Selling Sunset, mætti ásamt fleirum í sérstakan „reunion“ þátt, þar sem stjörnurnar voru tengdar upp við lygamæli. Ein af spurningunum sem Tiese fékk var: „Er Michael B. Jordan góður í rúminu?“ en hún hafði grobbað sig af því að hafa sofið hjá leikaranum í þætti af Selling Sunset.
„Ég á eftir að lenda í svo miklum vandræðum,“ sagði raunveruleikastjarnan og bætti svo við: „Nei.“ Lygamælirinn staðfesti að Tiese var að segja sannleikann.