Eldheitar stellingar eftir of mikið reykt kjöt og konfekt

Jólin eru ekki bara tími til að borða og lesa, …
Jólin eru ekki bara tími til að borða og lesa, það er líka hægt að stunda kynlíf um jólin. Ljósmynd/Colourbox

Jólin eru einn rómantískasti tími ársins enda kalt úti, hlýtt úti og rauð ljós allt í kring. Þegar bara vondu molarnir eru eftir í konfektkassanum og þið eruð búin borða of mikið af hangikjöti er tími til að hita aðeins upp í sambandinu aftur.

Hér eru nokkrar kynlífsstellingum fyrir jólakisulórur og maka þeirra. 

Trú­boðinn

Trú­boðinn er sí­gild­ur, sér­stak­lega á hátíð ljóss og friðar. Kost­ur­inn við trú­boðann er að flest­ir fá full­næg­ingu í hon­um og allir geta slakað vel á eftir átið og sófa hangsið síðustu daga. 

Jólaborðið fær nýtt hlutverk

Það er ekki bara hægt að hlaða kræs­ing­um á borðstofu­borðið um jól­in. Það er líka hægt að stunda kyn­líf á því, en þó bara ef borðið er nógu stöðugt. Ýmis­legt ber þó að hafa í huga þegar fólk fer út fyr­ir þæg­indi svefn­her­berg­is­ins og spreyt­ir sig á borðstofu­borðinu. Lyk­il­atriði núm­er eitt, tvö og þrjú er að borðið þoli nokkuð álag því ann­ars verður jóla­reikn­ing­ur­inn held­ur hár og ára­móta­boðið frek­ar skrítið. Þar að auki verður ekki leng­ur hægt að spila eða púsla við borðið yfir hátíðirn­ar.

Aflöppuð kú­reka­stelpa

Það eru allir frekar slakir eftir jólin og því er slaka kúrekastellingin tilvalin eftir jólin. Í stell­ing­unni er kona ofan á. Hún snýr bak­inu í elsk­huga sinn en hall­ar sér fram á hand­legg­ina og glenn­ir fæt­urna enn meira. Til­valið að sýna smá takta með rass­in­um.

Lót­us­inn

Lót­us-stell­ing­in er upp­runn­in úr Kama Sutra. Mann­eskj­an með typpi eða strap-on sit­ur með krosslagða fæt­ur og hin mann­eskj­an ofan á henni og kross­leg­ur fæt­urna fyr­ir aft­an hana og hvíl­ir þá á gólf­inu eða rúm­inu. Mann­eskj­an sem er und­ir þarf að vera nógu sterk til að halda full­um þunga hinn­ar mann­eskj­unn­ar. Mann­eskj­an sem er ofan á rugg­ar sér svo fram og aft­ur og not­ar styrk­inn úr mjöðmun­um til þess.

Snig­ill­inn

Snig­ill­inn er nú kannski ekki mjög kynþokka­fullt dýr. Þessi stell­ing get­ur hins veg­ar verið það. Önnur mann­eskja ligg­ur á bak­inu og tog­ar fæt­urna upp. Hin mann­eskj­an, gjarn­an með typpi, leggst svo ofan á hana. Sú sem ligg­ur get­ur svo vafið fót­leggj­un­um um þann sem er ofan á.

Trúboðinn er fullkomin stelling um jólin.
Trúboðinn er fullkomin stelling um jólin. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda