Jólin eru einn rómantískasti tími ársins enda kalt úti, hlýtt úti og rauð ljós allt í kring. Þegar bara vondu molarnir eru eftir í konfektkassanum og þið eruð búin borða of mikið af hangikjöti er tími til að hita aðeins upp í sambandinu aftur.
Hér eru nokkrar kynlífsstellingum fyrir jólakisulórur og maka þeirra.
Trúboðinn er sígildur, sérstaklega á hátíð ljóss og friðar. Kosturinn við trúboðann er að flestir fá fullnægingu í honum og allir geta slakað vel á eftir átið og sófa hangsið síðustu daga.
Það er ekki bara hægt að hlaða kræsingum á borðstofuborðið um jólin. Það er líka hægt að stunda kynlíf á því, en þó bara ef borðið er nógu stöðugt. Ýmislegt ber þó að hafa í huga þegar fólk fer út fyrir þægindi svefnherbergisins og spreytir sig á borðstofuborðinu. Lykilatriði númer eitt, tvö og þrjú er að borðið þoli nokkuð álag því annars verður jólareikningurinn heldur hár og áramótaboðið frekar skrítið. Þar að auki verður ekki lengur hægt að spila eða púsla við borðið yfir hátíðirnar.
Það eru allir frekar slakir eftir jólin og því er slaka kúrekastellingin tilvalin eftir jólin. Í stellingunni er kona ofan á. Hún snýr bakinu í elskhuga sinn en hallar sér fram á handleggina og glennir fæturna enn meira. Tilvalið að sýna smá takta með rassinum.
Lótus-stellingin er upprunnin úr Kama Sutra. Manneskjan með typpi eða strap-on situr með krosslagða fætur og hin manneskjan ofan á henni og krosslegur fæturna fyrir aftan hana og hvílir þá á gólfinu eða rúminu. Manneskjan sem er undir þarf að vera nógu sterk til að halda fullum þunga hinnar manneskjunnar. Manneskjan sem er ofan á ruggar sér svo fram og aftur og notar styrkinn úr mjöðmunum til þess.
Snigillinn er nú kannski ekki mjög kynþokkafullt dýr. Þessi stelling getur hins vegar verið það. Önnur manneskja liggur á bakinu og togar fæturna upp. Hin manneskjan, gjarnan með typpi, leggst svo ofan á hana. Sú sem liggur getur svo vafið fótleggjunum um þann sem er ofan á.