Sleppi ég að tala við pabbann og stjúpmömmuna?

Theo­dór Franc­is Birg­is­son svarar spurningu frá móður fermingarbarns.
Theo­dór Franc­is Birg­is­son svarar spurningu frá móður fermingarbarns. Samsett mynd

Theo­dór Franc­is Birg­is­son, klín­ísk­ur fé­lags­fræðing­ur hjá Lausn­inni, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér svarar Theodór móður sem er að undirbúa fermingu dóttur sinnar. 

Sæll.

Ég er að fara ferma dóttur mína í vor. Hún á pabba og stjúpmóður og svo er ég gift og hún á því stjúpföður líka en við foreldrarnir höfum ekki verið saman síðan hún fæddist. Samskiptin voru ekki alltaf góð á milli okkar foreldranna þegar hún var yngri en sem betur fer hefur það lagast, en samskiptin snúast alfarið um dótturina, eru í lágmarki en af virðingu.

Núna eru þau að fara koma í ferminguna og fjölskyldur þeirra. Þar á meðal fjölskylda stjúpmóðurinnar og það er mér svo mikilvægt að þeim finnist þau öll velkomin og við séum ánægð að þau komi en ég vil heldur ekki vera „of mikið“ eða að þeim finnist þau þvinguð í þessum aðstæðum.

Hvernig get ég látið þeim líða vel, liðið vel sjálf og umfram allt að dóttir mín upplifi dásamlegan dag með öllu sínu nánasta fólki ? Sest maður niður og spjallar eða sleppi ég alveg að tala við þau?

Með von um svar,

fermingarmamma. 

Fermingar geta verið flóknar í samsettum fjölskyldum.
Fermingar geta verið flóknar í samsettum fjölskyldum. Ljósmynd/Colourbox

Sæl og blessuð og takk fyrir þessa spurningu.

Fermingardagur barns er einn af stærstu dögum í lífi þeirra sem fermast. Væntingastjórnun er nauðsynleg í svona stórum málum þannig að mikilvægast er að byrja á að hlusta eftir því hvaða væntingar barnið hefur til dagsins. Þegar það liggur fyrir hvað barnið óskar sér væri síðan mikilvægt að allir foreldrar sem koma að dóttur þinni hittist fyrir ferminguna og ráði ráðum sínum. Á þeim fundi er mjög gott að fara yfir væntingar barnsins og hvernig allir foreldrar hennar geta á sem bestan hátt mætt þeim væntingum.

Að sjálfsögðu er líka mikilvægt að væntingar allra foreldra heyrist þannig að það séu ekki neinir eftirmálar eftir ferminguna um að einhverjum hafi fundist eitthvað fara ekki nógu vel. Ef ykkur finnst vandræðalegt að hittast á slíkum fundi fyrir ferminga þá verður ekkert minna vandræðalegt að hittast í fermingunni sjálfri. Ef ekki liggur fyrir hvaða væntingar allir bera til dagsins er mjög auðvelt að verða kvíðinn og stressaður fyrir deginum. Mál sem þessi leysast oftast um leið og fólk fer að tala saman.

Með von um að þetta hjálpi ykkur.

Kær kveðja,

Theo­dór

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theo­dór spurn­ingu HÉR.

Theo­dór Franc­is Birg­is­son.
Theo­dór Franc­is Birg­is­son. Ljósmynd/Helga Guðrún Lárusdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda