Makinn fær ekki lán vegna skuldar eiginkonunnar

Tómas Jónsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda.
Tómas Jónsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda. Samsett mynd

Tómas Jónsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem spyr hvers vegna makinn fái ekki lán vegna hennar skuldastöðu. 

Daginn,

þannig er mál með vexti að ég er með gamla skuld sem ég er að greiða niður mánaðarlega. Maki minn er í viðskiptum við sama banka og ég er með þessa skuld, hann er með gott lánshæfismat og sitt í skilum. Má bankinn neita honum um frekari útlán, t.d yfirdrátt á þeim forsendum að maki hans skuldi bankanum (frekar lág upphæð, sem er verið að greiða niður).

Kveðja, 

BN

Sæl. 

Takk fyrir spurninguna.

Bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum er skylt að meta útlánaáhættu sína sjálfstætt og engin lagaregla skyldar þau til þess að veita viðskiptamanni sínum frekari útlán. Þannig að stutta svarið við spurningu þinn er; já, bankanum er það heimilt. En fjármálafyrirtækjum er að sjálfsögðu skylt að starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, þ.m.t. að hafa hagsmuni viðskiptavina sinna að leiðarljósi, og hægt að bera álitaefni um það undir sérstaka úrskurðarnefnd.

Kær kveðja, 

Tómas Jónsson lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Tómasi og öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda