„Ég er 26 ára gömul kona og hef verið í sambandi með fyrsta kærasta mínum í tíu mánuði en hann er þrítugur. Ég er mjög hrifin af honum en kynlífið er algjörlega ófullnægjandi,“ skrifaði kona sem leitaði ráða hjá kynlífssérfræðingi Men's Health. Konan lýsti því meðal annars hvernig allan forleik vantaði í kynlífið og alla kossa. Hún sagðist hafa reynt að senda kærastanum greinar um forleik, beðið hann um að hægja á sér og gera ýmislegt sem henni finnst gott en ekkert hefur breyst.
„Ég finn aðeins unað og fæ fullnægingu þegar ég nota titrara ein. Að undanförnu hef ég reynt að forðast að hann snerti mig, ég hef verið pirraðri og gúglað hversu mikilvægt kynlíf er í samböndum. Að undanförnu hef ég hugsað um að hætta með honum vegna þess hversu slæmt kynlífið er. Ég veit ekki hvað ég að gera.“
Kynlífssérfræðingurinn segir að allt bendi til þess að konan viti hvað hún eigi að gera, hún vilji hins vegar ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér. „Þú þarft að hætta með honum,“ svarar hann konunni.
„Ímyndaðu þér heim þar sem þú hættir ekki með honum. Viltu vera með honum eftir tíu ár? 30 ár? Færðu ekki kvíðakast eða verður þú ekki brjáluð við hugmyndina? Ég held að helsta ástæða þess að sért ekki hætt með honum sé sú að hann er fyrsti kærastinn þinn.“