Hver erfir einstæðinga sem eiga engan að?

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Vala Val­týs­dótt­ir lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá mann­eskju sem spyr hvað verði um pen­inga fólks sem á eng­an að. 

Blessuð, Vala. 

Hvað verður um eign­ir ein­stak­lings sem á enga ná­skylda lögerf­ingja? Ef ein­stak­ling­ur á hvorki maka né börn, hann er ætt­leidd­ur og þekk­ir ekki til fjöl­skyldu blóðfor­eldra sem báðir eru látn­ir, ætt­leiðing­ar­for­eldr­ar eru látn­ir og systkin einnig sem einnig voru ætt­leidd, börn þeirra systkina eru þó ein­hver á lífi en ekki ná­tengd viðkom­andi. Hvað verður um eign­ir við and­lát? Get­ur hann ráðstafað eign­um sín­um með erfðaskrá eða öðru móti? Hvað þarf að gera til að tryggja ráðstöf­un eigna í slíku til­viki?

Kveðja, 

BV

Hver fær peninga þeirra sem eiga engan að?
Hver fær pen­inga þeirra sem eiga eng­an að? Tijs Van Leur/​Unsplash

Sæl, BV. 

Sam­kvæmt skýr­um ákvæðum erfðalaga get­ur ein­stak­ling­ur sem á enga skyldu­erf­ingja; þ.e. hvorki maka né börn, ráðstafað öll­um sín­um eign­um með erfðaskrá. Af fyr­ir­spurn þinni verður ekki annað ráðið en að systkin þín (ætt­leidd) eigi börn. Kjör­barn og niðjar þess, þar á meðal kjörniðjar, erfa kjör­for­eldra og ætt­ingja þeirra og gagn­kvæmt. Þannig myndu þessi börn (kjör)systkina þinna erfa all­ar eign­ir þínar eft­ir þinn dag að því gefnu að þú haf­ir ekki ráðstafað eig­um þínum eft­ir þinn dag með öðrum hætti, svo sem með erfðaskrá.

Kær kveðja, 

Vala Val­týs­dótt­ir lögmaður

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Völu og öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda