Hver erfir einstæðinga sem eiga engan að?

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem spyr hvað verði um peninga fólks sem á engan að. 

Blessuð, Vala. 

Hvað verður um eignir einstaklings sem á enga náskylda lögerfingja? Ef einstaklingur á hvorki maka né börn, hann er ættleiddur og þekkir ekki til fjölskyldu blóðforeldra sem báðir eru látnir, ættleiðingarforeldrar eru látnir og systkin einnig sem einnig voru ættleidd, börn þeirra systkina eru þó einhver á lífi en ekki nátengd viðkomandi. Hvað verður um eignir við andlát? Getur hann ráðstafað eignum sínum með erfðaskrá eða öðru móti? Hvað þarf að gera til að tryggja ráðstöfun eigna í slíku tilviki?

Kveðja, 

BV

Hver fær peninga þeirra sem eiga engan að?
Hver fær peninga þeirra sem eiga engan að? Tijs Van Leur/Unsplash

Sæl, BV. 

Samkvæmt skýrum ákvæðum erfðalaga getur einstaklingur sem á enga skylduerfingja; þ.e. hvorki maka né börn, ráðstafað öllum sínum eignum með erfðaskrá. Af fyrirspurn þinni verður ekki annað ráðið en að systkin þín (ættleidd) eigi börn. Kjörbarn og niðjar þess, þar á meðal kjörniðjar, erfa kjörforeldra og ættingja þeirra og gagnkvæmt. Þannig myndu þessi börn (kjör)systkina þinna erfa allar eignir þínar eftir þinn dag að því gefnu að þú hafir ekki ráðstafað eigum þínum eftir þinn dag með öðrum hætti, svo sem með erfðaskrá.

Kær kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Völu og öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda