Sigga Dögg nakin í Argentínu

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs.
Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­ríður Dögg Arn­ar­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Sigga Dögg kyn­fræðing­ur, er lands­mönn­um vel kunn. Hún rek­ur vefsíðuna Betra kyn­líf og er þekkt fyr­ir að ræða op­in­skátt um kyn­líf­stengd­an fróðleik.

Sigga Dögg fékk dá­sam­legt tæki­færi til að fækka föt­un­um og fagna frels­inu á ferðalagi sínu um Arg­entínu nú á dög­un­um. Í gær­dag birti hún mynd­skeið á sam­fé­lags­miðlin­um In­sta­gram þar sem hún sést ganga nak­in um stærsta nekt­ar­svæði í heimi, Yat­an Rumi í Cor­dóba-fylki í Arg­entínu. Sigga Dögg er ófeim­in, sátt í eig­in skinni og hvet­ur fólk óspart til að fagna eig­in lík­ama.

„Nekt­inni og frels­inu var held­ur bet­ur fagnað í heims­ins stærsta nekt­ar­svæði Yat­an Rumi í Cor­dóba fylki í Arg­entínu,“ skrifaði Sigga Dögg við mynd­skeiðið. „Og já, það er skrýtið að sjá eig­in krumpaða rass,“ bæt­ir hún við.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Betra kyn­líf (@betra­kyn­lif)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda