Getur faðir gert erfðaskrá og rýrt hlut sonar síns?

Ólafur Garðarsson hrl. á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Ólafur Garðarsson hrl. á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Ólaf­ur Garðars­son hrl. á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá Jóni sem lét son sinn hafa veð í íbúð sinn­ar og eig­in­konu sinn­ar. Nú borg­ar son­ur­inn ekki af lán­inu og seg­ist vera á van­skila­skrá. Get­ur faðir­inn gert erfðaskrá og látið son­inn erfa lánið? 

Góðan dag! 

Jón heiti ég og er í vanda. Ég er kom­inn yfir sjö­tugt og far­inn að telja niður. Ég er kvænt­ur in­dælli konu og eig­um við tvö börn. Málið er að annað barnið er 35 ára og búið að fá lánað veð í íbúðinni okk­ar. Hann talaði hressi­lega af sér eft­ir að það var búið að skrifa und­ir. Við erum ekki borg­un­ar­menn fyr­ir þessu láni og ef ég leyfi mér að minn­ast á að hann borgi aðra hverja greiðslu þá seg­ir hlær hann bara og seg­ist vera á van­skila­skrá. Ég er að hugsa um að gera erfðaskrá og erfa hann að lán­inu. Þetta er ekki grín. Get ég gert það? Ég er að hugsa um að ganga frá mér. 

Kveðja, 
Jón

Getur faðir gert erfðaskrá og erft son sinn að láni …
Get­ur faðir gert erfðaskrá og erft son sinn að láni sem son­ur­inn greiddi ekki af? mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sæll Jón.

Þakka þér fyr­ir spurn­ing­una.  Það er gam­an að heyra að þú sért kvænd­ur in­dælli konu og eig­ir tvö upp­kom­in börn. Það verður ekki metið til fjár. Það er hins veg­ar ekki alltaf þannig að hægt sé að sleppa hend­inni af börn­un­um þó að þau flytji að heim­an. Stund­um biðja þau um aðstoð og oft og tíðum reyna for­eldr­ar að hjálpa þó aðstæður bjóði varla upp á það. Þarna sýn­ist mér þið hafa lánað syni ykk­ar veð í íbúð ykk­ar vegna hans skuld­ar sem hann lofaði að greiða af en hef­ur síðan ekki staðið við. Og nán­ast hlær fram­an í ykk­ur þegar þið minnið hann á þá aug­ljósu staðreynd að þetta sé hans skuld og að hann eigi að greiða.

Son­ur ykk­ar ber ábyrgð á skuld­inni ef hann er skráður greiðandi en ef hann greiðir ekki er hægt að ganga að íbúðinni því hún stend­ur til trygg­ing­ar á lán­inu. Þú minn­ist rétti­lega á það að það er hægt að kveða á um það í erfðaskrá að við út­greiðslu arfs þá verði lánið, eða eft­ir­stöðvar þess, dregið frá þannig að arfs­hlut­ur son­ar­ins lækki sem nem­ur greiðslum ykk­ar og eft­ir­stöðvum af áhvílandi skuld. Auk þess hafið þið heim­ild ef ykk­ur blöskr­ar fram­ganga son­ar­ins til að nýta 35 gr. erfðalaga og arf­leiða í erfðaskrá hitt barnið ykk­ar að allt að 1/​3 hluta eigna ykk­ar til viðbót­ar við hans arfs­hlut.

Þá erf­ir það barn fyrst 1/​3 af eign­un­um og 2/​3 eign­anna skipt­ast milli barn­anna tveggja auðvitað þegar skuld­ir hafa verið greidd­ar. Þar með fær son­ur­inn sem fékk veðið minni arf en hitt barnið.

Þú minn­ist á það í lok­in að þú sért að hugsa um að ganga frá þér. Ég verð að reyna að tala þig ofan af því. Í fyrsta lagi þá viltu ekki skilja konu þína eft­ir í súp­unni því lánið fer ekki af íbúðinni þó að þú heim­sæk­ir þann í efra, nú eða þá þann í neðra! Kon­an þín þarf þá ein að tak­ast á við þann vanda sem að son­ur ykk­ar skap­ar. Í öðru lagi eru nær alltaf ein­hverj­ar leiðir út úr vanda­mál­um eða a.m.k. leiðir til að gera vanda­mál­in bæri­legri. Ef til vill getið þið hjón­in skýrt mál­in út fyr­ir viðkom­andi lána­stofn­un. Gert þeim grein fyr­ir því að þið ráðið ekki við af­borg­an­irn­ar en að þið mynduð hugs­an­lega ráða við þær ef hægt sé að lengja í lán­inu og þar með lækka af­borg­an­irn­ar. Og síðan mæli ég með því að þið reynið að tala við son ykk­ar í ró­leg­heit­um og gera hon­um grein fyr­ir því að þið getið ekki borgað af lán­inu og á end­an­um munu þið hugs­an­lega missa íbúðina ef hann ekki greiðir. Það get­ur verið besta lausn­in að hafa hann með í ráðum þegar og ef þið talið við lána­stofn­un­ina. 

Kær kveðja,

Ólaf­ur Garðars­son hrl.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ólafi Garðars­syni og öðrum lög­mönn­um á lög­fræðistofu Reykja­vík­ur póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda