Er söluhagnaður íbúðarhúsnæðis undanþeginn skattlagningu?

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda. Samsett mynd

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manni sem spyr út í arfgreiðslur og hvort þær skerði greiðslur frá Tryggingastofnun. 

Sæl Vala. 

Systkini fengu íbúð í arf, erfðafjárskattur greiddur. Seldu svo íbúðina. Spurning mín er, dregur Tryggingastofnun söluhagnað íbúðarinnar frá greiðslum til okkar?  Og leggur RSK skatt á söluhagnaðinn?

Kveðja, 

ÞÁ

Sæll ÞÁ. 

Samkvæmt ákvæðum tekjuskattslaga þá er söluhagnaður íbúðarhúsnæðis undanþeginn skattlagningu, að því gefnu að rúmmetrar þess ásamt öðrum fasteignum í eigu hvors systkinis séu ekki umfram 600 eða 1200 ef viðkomandi er í hjúskap ásamt því að samanlagður eignartími arfleifanda og erfingja hafi a.m.k. verið 2 ár. Við útreikning rúmmetra er almennt miðað við 2,4m í lofthæð sem þýðir að t.d. 200 fermetra húsnæði er 480 rúmmetrar. Ef hins vegar heildarrúmmetrar íbúðarhúsnæðis í eigu systkinis fer umfram umfram framangreind mörk gilda ákvæði 15. gr. tekjuskattslaga, þ.e. að þá geturðu talið fram helming söluverðs til skattskyldra tekna í stað raunverulegs söluhagnaðar og af því ber að greiða 22% fjármagnstekjuskatt.

Dæmi: Viðkomandi á 150 fermetra íbúðarhús og síðan 1/3 af arfs-íbúð eða 50 fermetra þá eru rúmmetrarnir 480 miðað við 2,4 metra lofthæð. Þá er ekki um skattskyldan söluhagnað að ræða hvort sem viðkomandi er í hjúskap eða ekki.

Hvað varðar skerðingu ellilífeyris þá hafa skattskyldar tekjur hafa áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun.

Ef salan á íbúðarhúsnæðinu myndar ekki skattskyldan söluhagnað þá hefur salan ekki áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun. Þannig að það skiptir máli hvort sala íbúðarhúsnæðis leiðir til skattskylds söluhagnaðar eða ekki hvað varðar skerðingu ellilífeyris.

Kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Völu og öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda