Íslensk hjón á barmi skilnaðar því hún þráir Tenerife en hann vill borga inn á lánið

Theodor Franc­is Birg­is­son klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi hjá Lausn­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem velt­ir fyr­ir sér hvað er til ráða því þau hjón­in eru svo óskap­lega ósam­mála um fjár­mál heim­il­is­ins. Hún eyðir og eyðir og hann verður pirraður. 

Sæll Teodor.  

Við kon­an mín erum mjög ósam­mála er varðar fjár­mál­in akkúrat núna. Við höf­um yf­ir­leitt verið sam­stíga en núna virðist hún hafa rugl­ast eitt­hvað. Ég er alltaf að benda henni á að við þurf­um að borga inn á hús­næðislánið því vext­irn­ir munu losna í des­em­ber og þá sé ég ekki fram á að við eig­um fyr­ir reikn­ing­un­um.

Við höf­um alltaf farið með börn í frí til Teneri­fe á sumr­in en nú höf­um við ekki efni á því. Hún vill samt fara. Mig lang­ar ekki til þess að við séum að hnakkríf­ast yfir þessu og hef reynt að humma þetta fram af mér upp á síðkastið. En ég veit að við þurf­um að geta talað um þessa hluti og fundið lausn. Það er eins og hún treysti bara á að ég muni redda þessu öllu þegar kem­ur að skulda­dög­um. En ég sá bara ekki fram á það. Verk­efn­in sem ég er með í vinn­unni munu ekki fara að gefa eitt­hvað meira af sér. Á sama tíma og ég vil að við séum að halda að okk­ur hönd­um sé ég að hún kaup­ir og kaup­ir allskon­ar óþarfa. Ein­hver for­ljót föt sem gera ekk­ert fyr­ir hana. Ég get nátt­úr­lega held­ur ekki sagt það.  

Núna er ég kom­inn út í horn. Læt lítið fyr­ir mér fara og reyni bara að þegja því ef ég segi eitt­hvað þá verður hún svo reið að það er ólíft á heim­il­inu.  

Hef­ur þú heyrt að fólk skilji vegna verðbólgu og hárra stýri­vaxta? Hvað finnst þér að ég eigi að gera? 

Kveðja, 

Guðmund­ur

Na­talia Blauth/​Unsplash

Sæll Guðmund­ur og takk fyr­ir þessa spurn­ingu.  

Það er mjög al­gengt að fólk tak­ist á um fjár­mál og það ástand sem verið hef­ur í ís­lensku efna­hags­lífi und­an­far­in miss­eri hef­ur ekki farið fram hjá okk­ur sem vinn­um með pör­um. Það er sorg­legt að segja að ágrein­ing­ur í fjár­mál­um set­ur fjölda par­sam­banda á hliðina. Rann­sókn­ir Gottman stofn­un­ar­inn­ar í Banda­ríkj­un­um, sem er ein sú virt­asta í okk­ar fagi, sýna til dæm­is að það eru fleiri par­sam­bönd sem fara á hliðina vegna fjár­mála en fram­hjá­halda.

Fjár­mál eru mjög viðkvæm og í því sam­hengi gild­ir að parið VERÐUR að ná að tala sam­an um vand­ann. Það er bara tvennt sem ég kann að gera þegar syrt­ir í ál­inn, ann­ars veg­ar að auka tekj­ur eða þá að minnka út­gjöld.

Það get­ur verið flókið fyr­ir marga að auka inn­komu og þá er ekki annað eft­ir en að minnka út­gjöld. Það er hins veg­ar ekki hægt nema þið gerið það SAM­AN. Það þýðir að aðferðin sem þú ert að nota virk­ar ekki og mun ekki held­ur virka í næsta eða þarnæsta mánuði. Ef kon­an þín vill ekki tala um þetta mál­efni er lítið hægt að gera. Það er samt góð spurn­ing fyr­ir þig að spyrja: „Vill hún ekki tala um þetta eða vill hún tala öðru­vísi um málið“.

Það get­ur verið að sam­skipti ykk­ar hafi þró­ast þannig að hún forðast slík­ar sam­ræður við þig og það er ekki víst að það sé „bara henni að kenna“. Þú ætt­ir því að byrja á að spyrja hana hvort hún VILJI ræða fjár­mál. Ef hún vill það í raun og veru spurðu hana þá hvernig hún vilji nálg­ast mál­in og hlustaðu á upp­lif­un henn­ar og reyndu að skilja hvaðan hún er að koma með sína upp­lif­un. Reyndu síðan að fá hana til að skilja hvaðan þú ert að koma. Með slík­um sam­ræðum, sem eru ekki tvenn­ar ein­ræður, náið þið að finna flöt sem þið getið verið sam­mála um. Þannig leysið þið málið. 

Með kærri kveðju og ósk um gott gengi, 

Theodor Franc­is Birg­is­son klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theodor spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda