75 ára og dýrkar að vera hættur að vinna

75 ára gamall maður er hættur að vinna og elskar …
75 ára gamall maður er hættur að vinna og elskar það. Getty Images/Unsplash

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá 75 ára gömlum manni sem veltir fyrir sér hvort hann sé eitthvað skrýtinn því hann elskar að vera hættur að vinna. 

Sæl,

Nú var ég að renna yfir 75 ára aldurinn. Síðustu árin á vinnumarkaðinum beið ég eftir að hætta öllu streði, verð að viðurkenna að mér hefur sjaldan liðið betur. Hætti um leið og 67 ára afmælisdagurinn rann upp. Fannst þó oft gaman í vinnunni. Gat þá farið að sinna mínum áhugamálum, barnabörnunum og fleira. Konan er enn að vinna og ég einn heilu dagana, vikurnar og er bara ánægður.

Nú var ég að lesa greinina frá einhverjum B.

Það er mín reynsla gegnum lífið, að þegar maður hefur „reist sér hurðarás um öxl“, komið sér í vandræði með því að ætla sér of erfitt verkefni er eina og besta ráðið að hætta því. Ég hefði sagt þessum B að fara nú að „gíra niður“, að fara nú að rifa seglin, og taka þau alveg niður og hætta lífsins streði. Það kemur hvort sem er að því og fara að njóta lífsins. Er ég eitthvað skrýtinn að finnast þetta? 

Kveðja, 

STH

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda …
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Sæll STH.

Það skemmtilega við lífið og tilveruna er fjölbreytileikinn og ólíkar þarfir einstaklinganna sem þar lifa. Við erum jafn ólík og við erum mörg, það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum. Mér þykir vænt um að heyra að þú hafir verið tilbúinn til þess að hætta að vinna, hafi liðið vel með það og að þú sért að njóta lífsins í dag. Það er mikilvægt, að vera sáttur við sitt hlutskipti og sína stöðu. Aðstæður fólks eru mismunandi og nær ómögulegt að segja einstaklingum hvað þeir eigi að gera. Sumum finnst erfitt að hætta að vinna vegna aldurs, aðrir geta ekki hætt að vinna á ákveðnum aldri og ástæður fyrir því geta verið mismunandi, til dæmis fjárhagslegar eða ef til vill af öðrum toga.

Þegar árin færast yfir þá getur verið gott að skoða sína stöðu, reyna að áætla (setja sér markmið) um það hversu lengi viðkomandi ætlar að vera á vinnumarkaðnum, ætlar hann að minnka við sig vinnu smátt og smátt eða hvernig sér viðkomandi þetta fyrir sér. Því eins og þú segir þá kemur að þeim tímapunkti að einstaklingar hætti að vinna vegna aldurs, það er óhjákvæmilegt. Þá gæti einnig verið skynsamlegt að setja sér markmið í þessum efnum eins og öðrum, s.s. fara að huga að fyrirkomulaginu (að hætta að vinna) löngu áður en árin færast yfir.

Þú ert svo sannarlega ekki skrítinn. Haltu áfram að njóta lífsins. 

Bestu kveðjur, Tinna 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Tinnu spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda