Stundar fallegt fólk betra kynlíf?

Fólk sem lítur út eins og Ken og Barbie stundar …
Fólk sem lítur út eins og Ken og Barbie stundar ekki betra kynlíf en annað fólk. AFP/JUSTIN TALLIS

Fólk sem lít­ur út eins og Barbie og Ken hef­ur kannski átt fleiri ból­fé­laga en við hin en það seg­ir ekk­ert um hvernig kyn­lífið þeirra er. Gott kyn­líf hef­ur ekk­ert með út­lit að gera. Það er betra að veðja á gott sjálfs­traust að því fram kem­ur í pistli kyn­lífs­sér­fræðings­ins Tracey Cox á vef Daily Mail. 

Fal­legt fólk hef­ur átt fleiri ból­fé­laga

Cox bend­ir á rann­sókn­ir sem sýna að fal­legt fólk hef­ur átt fleiri ból­fé­laga. Kannski er ástæðan sú að fleiri falla fyr­ir yf­ir­borðinu til að byrja með. Aft­ur á móti tek­ur fal­legt fólk kannski kyn­lífi sem gefnu og legg­ur sig ekki fram í kyn­líf­inu. 

Útlit og ánægja í rúm­inu 

Rann­sókn­ir hafa verið gerðar á sam­bandi út­lits og kyn­lífs­ánægju. Ekki er hægt að sýna fram á fylgni á milli feg­urðar og ánægju í kyn­lífi. Þætt­ir eins og sam­skipti, til­finn­ing­ar og tengj­ast kyn­ferðis­lega skipta meira máli. Öllu máli skipt­ir hvort fólk hugs­ar um sig sem fal­legt. 

Fólk þarf að passa sam­an

Á meðan út­lit hef­ur mik­il áhrif við fyrstu sýn þá skipt­ir það ekki máli þegar lengra er komið í sam­bönd­um. Þegar kem­ur að kyn­lífi í sam­bönd­um þarf fólk að vilja það sama. Feg­urð get­ur verið aðdrátt­ar­afl en henni fylg­ir ekki trygg­ing fyr­ir full­næg­ingu. 

Að finna fyr­ir að löng­un­inni

Það get­ur gert fólki gott að finna fyr­ir því að ein­hver þráir að njóta ásta með þér. Þannig fær fólk meira sjálfs­traust og mögu­lega nýt­ur bet­ur ásta með elsk­huga sín­um. 

Ekki bara feg­urðardrottn­ing­ar sem eru með sjálfs­traust

Það er ekki endi­lega teng­ing á milli þess að líta út eins og Pamela And­er­son og líða eins og kyn­bombu. Allt snýst þetta um hug­ar­far og sjálfs­traust. 

Góð samskipti skipta máli í kynlífi.
Góð sam­skipti skipta máli í kyn­lífi. mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda