Af hverju hefur eiginmaður ekki áhuga á að stunda kynlíf með eiginkonu sinni? Ástæðurnar eru fjölmargar en ástæðan er líklega ekki sú að hann er hættur að elska eiginkonu sína og byrjaður að halda fram hjá?
Kynlífsfræðingurinn Tracey Cox fór yfir nokkrar ástæður sem gætu legið að baki í pistli á vef Daily Mail.
Ef maðurinn er kominn yfir fimmtugt finnst Cox ekki ólíklegt að ástæðan sé risvandamál. Hún segir karlmenn gera ráð fyrir að fá skalla og bumbu en minna er talað um risvandamál. Karlmenn finna oft fyrir skömm og vilja komast hjá því að stunda kynlíf.
Það er mikið rætt um kvenlíkamann og hugmyndir um hvernig falleg kona lítur út. Karlmenn finna líka fyrir pressu um að vera aðlaðandi. Ef þeir þyngjast, vöðvarnir rýrna eða hárið þynnist breytist sjálfsmyndin mögulega. Karlmenn geta fundið fyrir depurð þegar þetta allt gerist og upplifa sig ekki mjög aðlaðandi.
Cox bendir á að á tveimur tímapunktum í parasamböndum minnkar löngun fólks í kynlíf, annars vegar eftir tveggja ára langt samband og hins vegar þegar fólk eignast börn. Fólk getur þó viðhaldið góðri kynhvöt með því að stunda reglulega kynlíf. Staðalímyndin segir að karlmenn eigi að vilja stunda meira kynlíf en konur en það er þó ekki rétt. Cox bendir meðal annars á að kynhvötin farið að hluta til eftir genum.
Eiginmaður gæti ómeðvitað talið sig vera að hlífa eiginkonu sinni með því að sleppa kynlífi. Á þetta til að mynda við ef hann ólst upp á heimili þar sem faðir hans hélt mikið fram hjá eða ef komið var illa fram við móðir hans af karlmönnum.
Cox bendir á rannsókn sem sýnir fram á að menn finni fyrir minni kynhvöt þegar þeir finna fyrir stressi í tengslum við vinnu. Í staðinn drekka þeir kannski áfengi sem minnkar aftur kynhvötina. Þessu getur fylgt þunglyndi og mögulega lyf vegna þess. Allt þetta getur haft áhrif á kynhvötina.