Er ekki borgunarmaður fyrir skuldum

Íslenskur karl leitar ráða vegna yfirvofandi gjaldþrots.
Íslenskur karl leitar ráða vegna yfirvofandi gjaldþrots. Frank van Hulst/Unsplash

Ein­ar Hugi Bjarna­son lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem þarf að fara í gegn­um gjaldþrot á Íslandi vegna gam­alla skulda og leit­ar ráða. 

Halló

Ég hef búið er­lend­is und­an­far­in 14 ár og bý í landi sem er ekki í EES og ekki í Evr­ópu­sam­band­inu. Ég er ekki á leiðinni að flytja aft­ur til Íslands.

Ég þarf að fara í gjaldþrot á Íslandi vegna gam­alla skulda, sem eru eldri en 10 ára og er því miður eng­inn borg­un­ar­maður fyr­ir. Ég á eng­ar eign­ir í því landi sem ég bý fyr­ir utan ódýr­an bíl sem ég nota til að kom­ast til vinnu. Ég veit hvernig ferlið geng­ur fyr­ir sig ef ég byggi á Íslandi. En get­ur þú vin­sam­leg­ast út­skýrt fyr­ir mér hvernig ferlið er þar sem ég bý er­lend­is. Til dæm­is hvaða úrræði hef­ur skipta­stjóri gagn­vart mér bú­andi í öðru landi?

Kær­ar þakk­ir, 

ND

Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Ein­ar Hugi Bjarna­son lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur.

Sæll ND. 

Miðað við at­vika­lýs­ingu þína er ljóst að þú ert ekki með lög­heim­ili á Íslandi. Í ís­lensk­um gjaldþrota­rétti er meg­in­regl­an sú að ein­stak­ling­ur verður að eiga lög­heim­ili hér á landi til þess að ákvæði laga um gjaldþrota­skipti eigi við. Þröng und­an­tekn­ing á þó við um ís­lenska rík­is­borg­ara sem ekki eiga lög­heim­ili hér á landi, ef þeir eru und­anþegn­ir lög­sögu dóm­stóla í öðrum ríkj­um.

Ef bú þitt yrði, þrátt fyr­ir fram­an­greint, tekið til gjaldþrota­skipta hér á landi er meg­in­regl­an sú að slík­ur gjaldþrota­úrsk­urður gild­ir al­mennt ekki í öðrum lönd­um. Und­an­tekn­ing á við um þá ein­stak­linga sem eru með lög­heim­ili á Norður­lönd­un­um en þá gild­ir samn­ing­ur sem kveður á um að gjaldþrota­úrsk­urður í einu land­anna gildi einnig um eigna þrota­manns í hinum. Miðað við þína lýs­ingu á und­an­tekn­ing­in ekki við og gjaldþrota­úrsk­urður­inn hef­ur því ekki efn­is­leg áhrif í því landi þar sem þú hef­ur lög­heim­ili með sama hætti og hér á landi, þ.m.t. varðandi eign­ir sem falla und­ir skipt­in.

Ég vil hins veg­ar benda þér á að oft er unnt að leysa skulda­vanda án gjaldþrots. Eitt af því sem vert er að kanna, sér í lagi þar sem kröf­urn­ar eru eldri en 10 ára, er hvort að kröfu­haf­ar hafi rofið fyrn­ingu á kröf­um sín­um. Í þessu sam­bandi er rétt að benda á að al­menn­ur fyrn­ing­ar­frest­ur kröfu­rétt­inda, þ.m.t. skatt­krafna, er fjög­ur ár. Hins veg­ar fyrn­ast kröf­ur sam­kvæmt skulda­bréf­um og kröf­ur sem byggj­ast á pen­ingalán­um al­mennt á 10 árum en sá fyrn­ing­ar­frest­ur gild­ir þó ekki um vexti og verðbæt­ur held­ur áður­nefnd­ur 4 ára fyrn­ing­ar­frest­ur. Réttaráhrif fyrn­ing­ar eru þau að krafa nýt­ur ekki leng­ur lög­vernd­ar, þ.e. hún er fall­in niður vegna fyrn­ing­ar.

Með góðri kveðju,

Ein­ar Hugi Bjarna­son hrl.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ein­ari eða öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda