Er eðlilegt að kærastinn þurfi alltaf að vita hvar hún er?

Theodor Francis Birgisson svarar spurningum lesenda Smartlands.
Theodor Francis Birgisson svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Theodor Franc­is Birg­is­son klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi og fjöl­skylduráðgjafi hjá Lausn­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem er búin að vera í sam­bandi í nokk­ur ár og finnst óþægi­legt að kærast­inn vilji alltaf vita hvar hún er. 

Heill og sæll, 

ég og kærast­inn minn erum búin að vera sam­an í nokk­ur ár. Vanda­málið er að hann vill alltaf vita hvar ég er og með hverj­um ég er. Stund­um fæ ég þó nokkuð mörg skila­boð þegar ég er ein að skemmta mér með vin­um. 

Ég kem úr fjöl­skyldu þar sem ekk­ert hef­ur komið upp á en hann er af brotnu heim­ili þar sem ým­is­legt hef­ur gengið á. Mér finnst stund­um eins og mikið og rót­gróið óör­yggi fær hann til að vilja passa full­mikið upp á mig. Þetta hef­ur haft nei­kvæð áhrif á sam­bands­dína­mík­ina. Hvernig á ég að bregðast við án þess að særa hann og án þess að fórna sjálf­stæði mínu? 

Kveðja, 

B

Íslensk kona leitar ráða hjá Theodor því henni finnst kærastinn …
Íslensk kona leit­ar ráða hjá Theodor því henni finnst kærast­inn þurfa að vita allt of mikið um það hvar hún er. Atika Bana/​Unsplash

Sæl og blessuð og takk fyr­ir þessa spurn­ingu.

Þetta er mál­efni sem kem­ur nokkuð reglu­lega upp í sóf­an­um hjá mér. Það er nauðsyn­legt í sam­bönd­um að báðir aðilar haldi sínu sjálf­stæði og að eiga ákveðið magn af fé­lags­lífi utan sam­bands­ins er mjög heil­brigt. Að sama skapi er líka eðli­legt að við vit­um hvar hinn aðil­inn er og með hverj­um hann er.

Ef kon­an mín má ekki vita hvar ég er og með hverj­um þá hef ég eitt­hvað að fela og það er ekki skyn­sam­legt. Þarna þarf því að vera til staðar gagn­kvæmt traust og besta móteit­ur við van­trausti er gegn­sæi upp­lýs­inga. Hann þarf að læra að treysta þér og þú þarft að leyfa hon­um að læra það. Það tekst aldrei nema þið getið rætt um þessi mál í ein­lægni og án þess að vera í árás­ar- eða varn­ar­ham.

Það er best að gera með þeim hætti að ef annað ykk­ar „meiðir“ sig í sam­tal­inu þá þarf viðkom­andi að ganga úr skugga um hvort hann eða hún hafi ör­ugg­lega verið að heyra það sem mak­inn sagði. Al­geng­asti vandi í sam­skipt­um er nefni­lega að A seg­ir eitt­hvað og B heyr­ir eitt­hvað allt annað. B not­ar síðan það sem oft er kallað „skap­andi heyrn“ og býr til heil­an veru­leika úr því sem B taldi sig vera að heyra.

Sjálf­ur hef ég í sam­skipt­um mín­um við mína heitt­elskuðu allt of oft lent í þess­ari gryfju, og ég hef aldrei meðferðað par sem ekki hef­ur lent í þess­um aðstæðum. Ef ykk­ur tekst þetta ekki án fag­legr­ar aðkomu þá myndi ég ráðleggja ykk­ur að panta tíma hjá viður­kennd­um þerap­ista. Ég vona að þetta hjálpi ykk­ur við að leysa þenn­an vanda.

K.kv

Theodor

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theodor spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda