Kynntust í Eurovision-teiti og gift í 20 ár

Hjónin hafa verið of önnum kafinn í kosningabaráttu síðastliðnar vikur.
Hjónin hafa verið of önnum kafinn í kosningabaráttu síðastliðnar vikur. Samsett mynd

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi og eiginmaður hennar, Björn Skúlason framkvæmdastjóri Just Björn, fögnuðu 20 ára brúðkaupsafmæli sínu í gær, miðvikudaginn 29. maí.

Dagsetningin er mjög þýðingarmikil fyrir hjónin. Þau felldu saman hugi í Eurovision-partýi kvöldið sem að Selma Björnsdóttir steig á svið í Jerúsalem í Ísrael þann 29. maí árið 1999 og fögnuðu hjónin því einnig 25 ára samvistarafmæli sínu í gærdag.

Halla og Björn héldu upp á daginn á kosningaskrifstofu hennar í Ármúla 13, en hjónin voru með opinn fund, þann síðasta fyrir kosningar. 

Í tilefni dagsins deildi Halla skemmtilegri mynd af þeim hjónum ásamt börnum þeirra á Instagram-reikningi sínum. Myndin er tekin á sjálfan brúðkaupsdaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda