Á að fyrirgefa framhjáhald?

Á að fyrirgefa manni sem hélt fram hjá?
Á að fyrirgefa manni sem hélt fram hjá? mbl.is/Thinkstockphpotos

Hjóna­bandið er ekki endi­lega búið þó ann­ar aðil­inn hafi verið upp­vís um fram­hjá­hald. Það vill svo til að það er hægt að fyr­ir­gefa fram­hjá­hald. Kyn­lífs­ráðgjaf­inn Tracey Cox tel­ur upp nokkr­ar góðar ástæður þess að fyr­ir­gefa fram­hjá­hald á vef Daily Mail

Ástin get­ur enn verið til staðar

Fram­hjá­hald þýðir ekki alltaf að mak­inn er ósátt­ur og tek­ur þess vegna yf­ir­vegaða ákvörðun um fram­hjá­hald. Ham­ingju­samt fólk held­ur líka fram hjá. Stund­um eru áfengi eða fíkni­efni ástæða fram­hjá­halda. 

Er ekki bara ein­um að kenna

Það þarf tvo til til þess að vera í ham­ingju­sömu sam­bandi. Stund­um held­ur fólk fram hjá þegar það finn­ur ekki fyr­ir ást í sam­band­inu. 

Kannski batn­ar sam­bandið

Hjóna­bandið versn­ar ekki endi­lega eft­ir fram­hjá­hald. Sam­bandið verður auðvitað ekki eins en kannski styrk­ir áfallið sam­bandið. Talað er um tvenns kon­ar fram­hjá­höld, ann­ars veg­ar þau sem verða til þess að sam­bönd­um ljúki og hins veg­ar þau sem verða til þess að fólk ákveður að styrkja sam­bandið. Taka skal fram að ekki er ráðlagt að halda fram hjá mann­eskju til þess að laga sam­band. 

Það getur verið gott að fyrirgefa framhjáhald.
Það get­ur verið gott að fyr­ir­gefa fram­hjá­hald. mbl.is/​Thinkstockp­hotos

Að fyr­ir­gefa get­ur hjálpað

Um 15 til 20 pró­sent para ganga í gegn­um fram­hjá­hald en af þeim halda 60 til 75 pró­sent áfram að vera sam­an. Fólk sem get­ur fyr­ir­gefið upp­lif­ir minni kvíða, minna stress og minni dep­urð. Það fer samt eft­ir söku­dólg­in­um hvort hægt sé að fyr­ir­gefa, hversu al­var­legt var fram­hjá­haldið og sýn­ir aðil­inn eft­ir­sjá svo eitt­hvað sé nefnt. 

Fyr­ir­gefn­ing er ekki sama og samþykki 

Að fyr­ir­gefa maka fram­hjá­hald er ekki það sama og að samþykkja fram­hjá­hald. Ef þetta er sjötta fram­hjá­hald mak­ans ertu að samþykkja hegðun­ina en þú ger­ir það ekki ef þetta er ein­angrað til­vik. 

Þú kem­ur auga á merk­in

Ef fram­hjá­haldið kom virki­lega á óvart og þið voruð ham­ingju­söm er kannski í lagi að reyna fyr­ir­gefa. Ef mak­inn held­ur fram hjá aft­ur er svikni aðil­inn lík­legri til sjá það í annað sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda