„Lífið er alltaf krefjandi en þetta snýst um hugarfar“

Sigþór Gunnar Jónsson og Harpa Lind Hjálmarsdóttir eru dugleg að …
Sigþór Gunnar Jónsson og Harpa Lind Hjálmarsdóttir eru dugleg að verja tíma saman. Ljósmynd/Aðsend

Hjónin Harpa Lind Hjálmarsdóttir og Sigþór Gunnar Jónsson byrjuðu með hlaðvarpsþáttinn Sirpuna í vikunni. Ungu hjónin fjalla meðal annars um hjónabandið sitt sem og ýmislegt annað sem viðkemur parasamböndum. 

„Þættirnir fjalla um ýmislegt, við erum mjög heimakær, tveggja barna foreldrar og tökum upp þættina heima, svo allt er mjög heimilislegt. Við viljum halda áfram að hvetja pör að hugsa um sambandið sitt og gera meira saman og líka pínu sýna hvernig það er hægt þrátt fyrir að vera foreldrar, í vinnu, með fyrirtæki og heimili, því það er ótrúlega mikilvægt. Einnig munum við tala um sambönd almennt, allskonar skemmtileg umræðuefni, munum taka brúðkaupsþátt ef það er áhugi fyrir því, og í raun bara allt mögulegt, enginn þáttur er eins en alltaf gaman. Einnig sjáum við fyrir okkur að fá jafnvel viðmælendur við tækifæri og þá jafnvel par eða eitthvað slíkt, en það kemur allt saman i ljós,“ segir Harpa um þættina. 

Hvernig hafi þið tíma í að gera allt sem þið gerið og búa til hlaðvarpsþátt?

„Tími er eitthvað sem enginn á nóg af en með góðu skipulagi er allt hægt, við tökum frá eitt kvöld í viku til að sinna þessu sem okkur finnst bara æðislegt. Okkur finnst gaman að hafa mikið að gera svo ef það væri ekki hlaðvarp að þá væri það eitthvað annað,“ segir Harpa.

Best þegar ekkert truflar

Hvernig eru ykkar ánægjulegustu stundir saman?

„Okkar ánægjulegustu stundir saman, ef það er aðeins með okkur tveimur að þá myndi ég segja þegar við erum úti, og svona pínu „ein í heiminum“ ekkert utan að komandi að trufla eða neitt slíkt.“

Hvenær er lífið krefjandi?

„Lífið er alltaf krefjandi en þetta snýst um hugarfar, maður þarf oft að taka djúpan andardrátt, hugsa í lausnum og líta á það jákvæða, en ef þú gerir það og ert meðvitaður um að allt gangi upp að þá myndi ég segja að það geri þessa krefjandi tíma auðveldari.

Hvað hefur þroskað ykkur mest í parasambandinu?

„Það sem hefur þroskað okkur mest er held ég að verða foreldrar, þá fór maður inn í allt annan heim sambanda og þarf heldur betur að passa samskipti og tala saman.“

Sirpan er nýr hlaðvarpsþáttur með þeim Sigþóri og Hörpu.
Sirpan er nýr hlaðvarpsþáttur með þeim Sigþóri og Hörpu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda