Simmi Vill sviptir hulunni af kærustunni

Sigmar og Hafrún njóta lífsins í sólinni.
Sigmar og Hafrún njóta lífsins í sólinni. Samsett mynd

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, er staddur í rómantísku fríi erlendis ásamt kærustu sinni, Hafrúnu Hafliðadóttur. Nokkur aldursmunur er á parinu en Hafrún er 14 árum yngri en Sigmar.

Parið hefur hingað til haldið sambandi sínu frá vökulum augum netverja og fréttahauka en virðist nú tilbúið að stíga fram í sviðsljósið.

Hafrún og Sigmar birtu bæði myndskeið frá ferðalagi sínu á Instagram Story í gærdag er þau nutu sólarinnar og dýrindis hvítvíns. 

Sigmar greindi frá leynilegu ástarsambandi í hlaðvarpsþætti sínum 70 mínútur í febrúar en nafngreindi ekki konuna.

Bæði eiga þau þrjú börn úr fyrri hjónaböndum.

Sigmar deildi færslu frá Hafrúnu á Instagram Story.
Sigmar deildi færslu frá Hafrúnu á Instagram Story. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda