Kynlífsvandamálið sem konur vilja ekki viðurkenna

Það er algengt að fólk hætti að stunda kynlíf.
Það er algengt að fólk hætti að stunda kynlíf. Ljósmynd/Colourbox

Ef það er skortur á kynlífi í hjónaböndum er það ekki konunni að kenna. Konur vilja hins vegar ekki viðurkenna það þegar eiginmenn þeirra hafa ekki áhuga á kynlífi. 

Um 25 prósent hjóna í Bretlandi og Bandaríkjunum stunda ekki kynlíf eða stunda kynlíf sjaldnar en einu sinni í mánuði að því fram kemur í máli kynlífssérfræðingsins Tracey Cox á vef Daily Mail. Hún segir það hafa færst í aukana að karlmenn missi áhugann á kynlífi.

Ástæða þess að kynhvöt karlmanna minnkar getur verið sálfræðileg, félagsleg og heilsufarsleg en þrátt fyrir að skýringarnar geti verið eðlilegar er ekki einfalt að takast á við vandamálið. Cox segir erfitt fyrir konur að takast á við minni kynhvöt karlkynsmaka. Þeim líður eins og þær séu óaðlaðandi, þær séu ekki elskaðar og mennirnir þeirra vilji þær ekki. 

Er vandamál í bólinu?
Er vandamál í bólinu? mbl.is/Colourbox

Hér er gripið niður í sögur þriggja kvenna. 

Ein kona segir mikið að gera í vinnu eiginmanns síns. Út á við líta þau út eins og hið fullkomna par, hún segir þau hins vegar hafa stundað kynlíf sex sinnum síðustu tvö árin. „Þetta hefur dregið úr sjálfstraustinu mínu. Innst inni veit ég að ég er aðlaðandi en tilfinningalega veit ég ekki hvort ég sé það,“ segir konan. Hún segir vinkonur sínar halda að eiginmaðurinn sé með öðrum konum eða glími við fíknivanda. Hún vill ekki fara frá honum þar sem hann er besti vinur hennar. 

Önnur kona heldur fram hjá manni sínum og skammast sín ekki fyrir það. „Það segir allt að vinir mínir vita að ég held fram hjá en enginn veit af hverju. Ég vil frekar að fólk haldi að ég hafi óseðjandi mikla þörf fyrir kynlíf en að maðurinn minn geti ekki fullnægt mér,“ segir kona sem er gift manni sem hefur ekki áhuga á kynlífi. 

Kona sem er 48 ára er hætt að stunda kynlíf með eiginmanni sínum þar sem hann á erfitt með að halda reisn. Maðurinn er sex árum eldri en vandamálið byrjaði fyrir fimm árum. „Kynlífið er alveg hætt núna. Við höfum ekki stundað kynlíf í mörg ár. Það sem truflar mig mest er að hann hefur ekki fyrir því að spyrja hvort hann geti gert eitthvað fyrir mig. Þrátt fyrir að hann njóti þess ekki gæti hann veitt mér munnmök og fullnægt mér. Skipti mín upplifun einhvern tímann máli?“ Spyr konan sem vill ekki segja vinkonum sínum frá vandamálinu. Hún telur að eiginmenn þeirra frétti og þeir hlæi af eiginmanni hennar. Til þess að bæta gráu ofan á svart veit hún til þess að eiginmaðurinn horfir á klám. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál