Kynlífsvandamálið sem konur vilja ekki viðurkenna

Það er algengt að fólk hætti að stunda kynlíf.
Það er algengt að fólk hætti að stunda kynlíf. Ljósmynd/Colourbox

Ef það er skort­ur á kyn­lífi í hjóna­bönd­um er það ekki kon­unni að kenna. Kon­ur vilja hins veg­ar ekki viður­kenna það þegar eig­in­menn þeirra hafa ekki áhuga á kyn­lífi. 

Um 25 pró­sent hjóna í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um stunda ekki kyn­líf eða stunda kyn­líf sjaldn­ar en einu sinni í mánuði að því fram kem­ur í máli kyn­lífs­sér­fræðings­ins Tracey Cox á vef Daily Mail. Hún seg­ir það hafa færst í auk­ana að karl­menn missi áhug­ann á kyn­lífi.

Ástæða þess að kyn­hvöt karl­manna minnk­ar get­ur verið sál­fræðileg, fé­lags­leg og heilsu­fars­leg en þrátt fyr­ir að skýr­ing­arn­ar geti verið eðli­leg­ar er ekki ein­falt að tak­ast á við vanda­málið. Cox seg­ir erfitt fyr­ir kon­ur að tak­ast á við minni kyn­hvöt karl­kyns­maka. Þeim líður eins og þær séu óaðlaðandi, þær séu ekki elskaðar og menn­irn­ir þeirra vilji þær ekki. 

Er vandamál í bólinu?
Er vanda­mál í ból­inu? mbl.is/​Colour­box

Hér er gripið niður í sög­ur þriggja kvenna. 

Ein kona seg­ir mikið að gera í vinnu eig­in­manns síns. Út á við líta þau út eins og hið full­komna par, hún seg­ir þau hins veg­ar hafa stundað kyn­líf sex sinn­um síðustu tvö árin. „Þetta hef­ur dregið úr sjálfs­traust­inu mínu. Innst inni veit ég að ég er aðlaðandi en til­finn­inga­lega veit ég ekki hvort ég sé það,“ seg­ir kon­an. Hún seg­ir vin­kon­ur sín­ar halda að eig­inmaður­inn sé með öðrum kon­um eða glími við fíkni­vanda. Hún vill ekki fara frá hon­um þar sem hann er besti vin­ur henn­ar. 

Önnur kona held­ur fram hjá manni sín­um og skamm­ast sín ekki fyr­ir það. „Það seg­ir allt að vin­ir mín­ir vita að ég held fram hjá en eng­inn veit af hverju. Ég vil frek­ar að fólk haldi að ég hafi óseðjandi mikla þörf fyr­ir kyn­líf en að maður­inn minn geti ekki full­nægt mér,“ seg­ir kona sem er gift manni sem hef­ur ekki áhuga á kyn­lífi. 

Kona sem er 48 ára er hætt að stunda kyn­líf með eig­in­manni sín­um þar sem hann á erfitt með að halda reisn. Maður­inn er sex árum eldri en vanda­málið byrjaði fyr­ir fimm árum. „Kyn­lífið er al­veg hætt núna. Við höf­um ekki stundað kyn­líf í mörg ár. Það sem trufl­ar mig mest er að hann hef­ur ekki fyr­ir því að spyrja hvort hann geti gert eitt­hvað fyr­ir mig. Þrátt fyr­ir að hann njóti þess ekki gæti hann veitt mér munn­mök og full­nægt mér. Skipti mín upp­lif­un ein­hvern tím­ann máli?“ Spyr kon­an sem vill ekki segja vin­kon­um sín­um frá vanda­mál­inu. Hún tel­ur að eig­in­menn þeirra frétti og þeir hlæi af eig­in­manni henn­ar. Til þess að bæta gráu ofan á svart veit hún til þess að eig­inmaður­inn horf­ir á klám. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda