Bjarmi og Bjarni hoppuðu í hnapphelduna

Brúðgumarnir geisluðu af hamingju á brúðkaupsdaginn.
Brúðgumarnir geisluðu af hamingju á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Bjarni Snæbjörnsson, leikari, skemmtikraftur og rithöfundur, giftist sínum heittelskaða, vöruhönnuðinum Bjarma Fannari Irmusyni, við fámenna en fallega athöfn þann 21. júní síðastliðinn.

Bjarni greindi frá gleðitíðindunum á Instagram-reikningi sínum í gærdag og hefur hamingjuóskum rignt yfir parið.

„Föstudaginn 21. júní þurfti að þrífa bílinn, sækja hundapössunarpíuna á Keflavíkurflugvöll (því við vorum á leið til Ítalíu), skúra og græja og gera. Við ákváðum að skjóta því inn í dagsplanið að gifta okkur á viðburði Siðmenntar „Hoppað í hnapphelduna“ í Ráðhúsi Reykjavíkur. 

Bjarmi bjó til fallega barmaskreytingu á jakkana okkar, við skunduðum prúðbúnir í miðbæ Reykjavíkur og áttum dásamlega stund með Ingu Auðbjörgu. Einu vitnin voru tónlistarfólkið, starfsmenn Siðmenntar og endurnar á tjörninni því við vildum gera þetta einir; ekki einu sinni foreldrar okkar fengu að koma þó þau hafi vitað af ráðahagnum því þau þurftu að vera vottar. 

Þannig fögnuðum við ástinni á fullu tungli, á fyrsta degi í krabbamerkinu og á sama sólarhring og sumarsólstöður. Það var magnað, fallegt, satt, rétt, effortless, einfalt og kærleiksríkt. Fullkomið fyrir okkur. 

Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum. 

Gleðilegt sumar elsku öll - lifi ástin,“ skrifaði Bjarni við fallega myndaseríu sem sýnir frá brúðkaupsdeginum. 

Smartland óskar Bjarma og Bjarna hjartanlega til hamingju! 

View this post on Instagram

A post shared by Bᴊᴀʀᴍɪ (@bjarmii)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál