Missti sköpunargleðina á geðlyfjunum

Konan var mikill listamaður fyrir veikindin.
Konan var mikill listamaður fyrir veikindin. Ljósmynd/Unsplash.com/Tetiana SHYSHKINA

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær Tinna spurningu frá konu sem saknar sköpunargleðinnar. 

Góðan dag

Ég er 59 ára kona og bý ein eftir að hafa hugsað um 3 börn og eitt þeirra fatlað. Ég er búin að hafa nóg að gera. Það vildi svo til að ég veiktist af geðsjúkdóm 31 árs þegar eldri börnin voru ung. Ég er búin að taka sjúkdóminn í sátt. Þegar ég veiktist var ég sett á lyf til að koma í veg fyrir veikindalotur og hef ég fengið nokkuð langan frest á milli þeirra þó sjúkdómurinn hafi þó tekið sig upp öðru hverju.

Ég var mikill listamaður fyrir veikindin, en frá því að daginn sem ég fór á lyf hef ég ekki getað málað eina mynd svo vel sé. Allt er svo stirt og fast í forminu að ég get bara málað spítukalla og hesta og litaskemað mitt er farið. Hér áður fyrr varð ég að mála til að fá útrás. Nú á ég fullt af dýrum eftir að börnin fluttu að heiman og ég get ekki málað eitt hreindýr. Hvað er að?

Kv. lesandi

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda …
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Sæl lesandi

Takk fyrir þessa spurningu. Ég heyri að þú hefur haft í nógu að snúast í gegnum tíðina og mikið gott að heyra að þú hefur lært að lifa með þínum sjúkdómi. Að sinna ánægjulegum athöfnum er alltaf gott fyrir andlega heilsu og gaman að heyra að þú sért svona listræn. Ég ráðlegg þér að gefast ekki upp, þú býrð greinilega yfir listrænum hæfileikum og þeir hæfileikar eru þarna enn, þó svo að þér líði stundum ekki þannig. Eins og þú segir þá hefur verið mikið að gera hjá þér og ef til vill mikil streita verið til staðar sem getur haft áhrif á það að þér finnist þú hafa tapað þínum listrænu hæfileikum. Einnig þú ef til vill haft minni tíma í að sinna þínum áhugamálum. Taktu upp pensilinn þegar þér líður þannig (vonandi oftar en ekki), haltu áfram að leyfa listamanninum í þér að blómstra, vertu þolinmóð og gerðu hæfilegar kröfur til þín. Það er ekki hægt að ætlast til þess að einhver geti hlaupið heilt maraþon sí svona ef hann er ekki búin að vera markvisst að æfa sig, þó svo að hann hafi getað það fyrir mörgum árum. Það gæti kannski verið gott fyrir þig að skrá þig á listanámskeið til þess að kveikja neistann almennilega aftur. Ég mæli einnig með því að þú ræðir þetta við lækninn þinn sem sér um þína lyfjagjöf, stundum þarf að breyta lyfjum eða lyfjaskammti, en það þarf þó ekkert að vera í þínu tilfelli, en gott getur verið að útiloka það.

Ekki gefast upp og áfram þú!

Bestu kveðjur,

Tinna Rut sál­fræðing­ur.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu Rut spurn­ingu HÉR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda