Hlutir á heimilinu sem fólk notar í kynlífi

Algengt er að prófa sig áfram með sturtuhaus.
Algengt er að prófa sig áfram með sturtuhaus. mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar tæknilegar unaðsvörur eru ekki til á heimilinu er hægt að fara í skúffur, skápa eða jafnvel ísskápinn og finna eitthvað til þess að nota í hita leiksins. 

Einn þriðji Ástrala notar hefðbundna heimilishluti til þess að krydda kynlífið að því fram kemur í könnun sem greint er frá á vef Women's Health. Vinsælt er að nota kodda, sturtuhausa en matvörur koma einnig til greina. 

Af þeim ævintýragjörnu voru 36 prósent sem notuðu kodda. 32 prósent prófuðu sig áfram með sturtuhausa og 30 prósent notuðu grænmeti til þess að gera kynlífið skemmtilegra. 24 prósent notuðu rafmagnstannbursta. 20 prósent notuðu sokka, önnur 20 prósent notuðu hanska. 18 prósent notuðu farsíma og 16 prósent notuðu hárbursta. 10 prósent notuðu þvottavélar.

Ekki er ólíklegt að einhver hafi prófað sig áfram með …
Ekki er ólíklegt að einhver hafi prófað sig áfram með gúrku. Ljósmynd/Unslpash.com/Markus Winkler

Fáir hlutir eru óhultir á heimilinu en fólk viðurkenndi að hafa notað nuddvélar, vasaljós, förðunarbursta, sjampóflöskur, handryksugur og kústskaft til þess að auka unaðinn. 

Fólk prófaði sig áfram með þessa hluti af tveimur ástæðum, annars vegar átti það ekki unaðstæki og hins vegar langaði það að prófa eitthvað sem það hafði séð í sjónvarpi eða kvikmyndum. Um tvö prósent enduðu hjá lækni. 

Það er hægt að nota kodda í kynlífi.
Það er hægt að nota kodda í kynlífi. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál