Smitten, vinsælasta stefnumótaforrit Íslands, kynnir með stolti nýja viðbót við smáforritið sem gerir notendum kleift að para sig saman við vini og stofna sameiginlegan prófíl. Þessi stórsniðuga viðbót er heitið Duo.
Markmiðið með þessari nýju viðbót er að efla félagsleg tengsl og draga úr einmanaleika yngri kynslóða en nýlegar rannsóknir hafa sýnt að ungt fólk á aldrinum 16 til 24 ára upplifir einmanaleika meira en nokkur annar aldurshópur.
„Okkar stefna hefur alltaf verið að búa til skemmtilegasta stefnumóta-appið fyrir einhleypa um allan heim. Með Duo viljum við tvöfalda skemmtunina með því að gera notendum kleift að hafa bestu vini sína með í upplifuninni,“ segir Davíð Símonarson, forstjóri Smitten.
Notendur Smitten á Íslandi eru þeir fyrstu til að prófa Duo en á næstu dögum mun Duo verða aðgengilegt fyrir notendur smáforritsins í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.