Ber enn tilfinningar til fyrrverandi

Konan hugsar enn um fyrrverandi.
Konan hugsar enn um fyrrverandi. Ljósmynd/Colourbox

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær Tinna spurningu sem frá konu sem langar til þess að komast yfir gamlan kærasta. 

Sæl.

Ég er í algjörum vandræðum. Fyrir mörgum árum var ég með manni. Við ákváðum að hætta saman en áttum yndislegar stundir. Við eigum sameiginlega vini og því sé ég hann af og til. Í dag á ég eigin fjölskyldu og líður nokkuð vel. Þó svo að það séu meira en fimmtán ár frá sambandsslitum þá fer hjartað alltaf í hnút þegar ég sé hann og ég get ekki hætt að hugsa um hann í langan tíma. Hann er einstaklega myndarlegur og góð sál og ég sé oft eftir honum. Hvernig get ég komist yfir hann?

Kveðja, X

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda.

 

Sæl X

Þú ert lánsöm að hafa kynnst þessum manni fyrir mörgum árum síðan, átt með honum góðar stundir og tengst honum tilfinningalegum böndum. Það er gott að elska. Þið tókuð þá sameiginlega ákvörðun á sínum tíma um að fara í sitthvora áttina og geri ég ráð fyrir að þið hafið slitið ykkar sambandi á góðum nótum. Það er mjög eðlilegt að þér þyki vænt um þennan mann og ykkar stundir sem þið áttuð saman. Það er ekkert sem bannar þér að þykja vænt um og bera tilfinningar til hans, þó svo að þið eigið ykkar fjölskyldu í dag. En ef þér finnst tilfinningar þínar til hans vera farnar að trufla þig, að þú sért farin að hugsa óeðlilega mikið um hann í tíma og ótíma, að þér finnist erfitt að hitta hann í gegnum sameiginlega vini og að þú upplifir það að þú sjáir eftir honum þá myndi ég ráðleggja þér að líta inn á við, hlusta á þitt hjarta og skoða hvað þú viljir í þínu lífi. Ef þú kemst að þeirri niðurstöðu að þú sért hamingjusöm í þínu í dag en nærvera hans truflar þig. Þá myndi ég ráðleggja þér að reyna að draga úr því að vera þar sem hann er, ef þú hefur tök á, allavega á meðan þú ert að reyna að draga úr þínum tilfinningum til hans. En ef þér líður þannig að þú sért ástfangin af honum og viljir ekkert heitara en að deila þínu hjarta með honum, þá myndi ég ráðleggja þér að koma hreint fram með það. Þá myndi það hjálpa þér að ræða þetta við einhvern óháðan aðila, eins og sálfræðing, getur verið gott að spegla við hann þessar hugsanir og tilfinningar sem þú ert að lýsa.

Gangi þér vel með þetta allt saman.

Bestu kveðjur, Tinna

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda