Er hann narsissisti eða bara fáviti?

Stundum er erfitt að átta sig á fólki.
Stundum er erfitt að átta sig á fólki. Ljósmynd/Getty images

Narsissismi hefur fengið aukna athygli í samfélagsumræðunni upp á síðkastið. Þá er átt við einstaklinga sem fara yfir mörk og gaslýsa svo fátt eitt sé nefnt. En hvernig veit maður hvort einstaklingur sé narsissisti eða bara fáviti? 

„Það er mikilvægt að átta sig á því að fólk getur hagað sér illa í samskiptum af mörgum ástæðum. Narsissismi gæti vissulega verið ein af þessum ástæðum. Ef við gerum ráð fyrir að einstaklingur sé narsissisti gætum við verið að missa af aðra hluti sem þeir gætu verið að upplifa eins og til dæmis það að einstaklingurinn gæti verið á rófinu,“ segir sálfræðingurinn Emma Reed Turrell í viðtali við Stylist Magazine.

„Þá er líka mikil aukning í hegðun sem lýsir sér sem sjálfselskri sem eins konar viðnám við þeirri tilhneigingu að gera öðrum til hæfis. Þetta er sérstaklega algengt hjá konum. Konur eru í auknum mæli að taka áhættur, uppfylla eigin þarfir og vera heiðarlegar með það sem þær vilja í stað þess að gera það sem er öðrum fyrir bestu. Sumum gæti þótt það vera narsissísk hegðun en það er það ekki.“

Hvernig sér maður muninn?

„Einkenni narsissista eru til dæmis tilætlunarsemi, það að notfæra sér aðra og tilfinningaleg kúgun. Slíkir einstaklingar víla til dæmis ekki fyrir sér að notfæra sér aðra og jafnvel særa til þess að fá sínu fram hvort sem það er stöðuhækkun í starfi eða hvað annað. Þeim er sama þó velgengni þeirra sé á kostnað annarra,“ segir Katie McKenna sálfræðingur.

„Það er mikilvægt að líta á greiningarviðmið út frá skaðanum sem þeir valda. Hvað gerist ef þú segir nei við þá? Ef þú ert ósammála þeim, munu þeir refsa þér? Það er rautt flagg.“

„Annað merki er að þeir neiti að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Þetta er alltaf einhverjum öðrum að kenna. Ef það bregst þá fara þeir að tala um að þeir hljóti þá að vera verstir í heimi og fá þig til að líða illa. Það er andleg kúgun sem varpar ábyrgðinni annað og neyðir þig til að láta þá líða betur þegar þeir eru að koma illa fram við þig.“

„Stundum getur fólk gripið í að segja að einhver sé narsissisti í stað þess að vinna í sambandinu. Í dag erum við með væntingar um mjög „góð“ sambönd sem eru kannski ekki raunhæf. Við erum ekki fullkomin og sumir búa einfaldlega yfir lélegum mannkostum. En ef samskiptin fara út í andlegt ofbeldi þá er hætta á ferðum og það þarf að taka því alvarlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda