Eru allir að stunda meira kynlíf en þú?

Hversu oft stundar þú kynlíf?
Hversu oft stundar þú kynlíf? mbl.is/Colurbox

Líður þér eins og þú eigir að stunda meira kynlíf en þú gerir? Er það kannski bara vegna þess að þú heldur að allir hinir stundi meira kynlíf en þú? Það er líklegt að vinir þínir og kunningjar stundi jafn fábrotið kynlíf og þú og maki þinn. 

Ekki er hægt að segja til um hversu oft pör eiga að stunda kynlíf. Mörg pör gera það einu sinni í viku og má alveg setja sér það markmið. Öll pör eru misjöfn og fólk þarf að finna hvað þeim finnst eðlilegt. 

Ótal þættir spila inn í hversu oft fólk stundar kynlíf að því fram kemur í máli kynlífssérfræðingsins Tracey Cox á vef Daily Mail.

Aldur

Það er líklegt að fólk sem er yngra stundi meira kynlíf en þeir sem eldri eru. Fólk sem er undir 25 ára stundar kynlíf í kringum 11 sinnum í mánuði. Fólk sem er hins vegar 25 til 35 stundar kynlíf átta til níu sinnum í mánuði. Orka fólks og hormónar hafa meðal annars áhrif. 

Lengd sambands

Ein rannsókn sýndi fram á það að fólk stundar kynlíf 146 sinnum fyrsta árið sem það er saman. Tíðni kynlífs hríðfellur á öðru ári sambands eða niður í 86 sinnum. Ástin dafnar með dýpri tengingu en ástríðan minnkar.  

Kyn fólks skiptir máli

Því lengur sem sambandið endist því minni áhuga hefur kona á kynlífi. Löngun karlmanna til þess að stunda kynlíf í sambandi er jafnari. En hvað veldur? Leiðindi er stór áhrifaþáttur. 

Gæði skipta máli

Því betra sem kynlífið er því meiri líkur eru á því að þig langar til þess að stunda kynlíf oftar. Pör sem greina frá mikilli ánægju í kynlífi eiga það til að stunda oftar kynlíf. Það er hins vegar þannig að það er enginn sem á frábært kynlíf alltaf, alla daga. Það er eðlilegt að fimm til 15 prósent kynlífs sé ekki fullnægjandi. 

Eðlileg kynhvöt

Kynhvöt fólks er misjöfn og fer hreinlega eftir líkama fólks. Fólk sem er með mjög mikla náttúrulega kynhvöt á það til að stunda meira kynlíf. Þetta kemur yfirleitt í ljós mjög snemma í samböndum. 

Eru allir að stunda meira kynlíf en þú og maki …
Eru allir að stunda meira kynlíf en þú og maki þinn? Ljósmynd/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál