Smokkaumbúðir vekja athygli í Ólympíuþorpinu

Samtals 230.000 smokkar eru í boði fyrir keppendur á Ólympíuleikunum.
Samtals 230.000 smokkar eru í boði fyrir keppendur á Ólympíuleikunum. Samsett mynd

Smokkunum sem var dreift til íþróttamanna á Ólympíuleikunum í París í byrjun leikana hafa vakið mikla athygli fyrir krúttlegar umbúðir.

Kanadíska siglingakonan Sarah Douglas birti myndband á samfélagsmiðlinum TikTok nýverið þar sem hún sýndi smokkana sem henni voru gefnir í Ólympíuþorpinu.

Skemmtileg skilaboð heilla

Smokkarnir eru í bleikum og bláum umbúðum og skreyttir skemmtilegum skilaboðum og lukkudýri Ólympíuleikana, Phryge. Á smokkum Douglas stendur meðal annars: „Sanngjarn leikur, öruggur leikur, samþykki fyrst" og „Þú þarft ekki að vera gullverðlaunahafi til þess að nota hann.“

Laurent Dalard, aðalskipuleggjandi heilbrigðismála á Ólympíuleikunum í ár, greindi frá því að 200.000 smokkar, 20.000 kvensmokkar og 160.000 töfrateppi, verja sem fólk notar í munnmökum, yrðu í boði fyrir keppendur. 

Íþróttamenn kunna að fagna eftir keppni

Í gegnum árin hafa margar sögur farið á flakk í erlendum miðlum um Ólympíufara sem fagna vel uppi á hótelherbergi eftir árangursríkan keppnisdag. Dæmi eru um að fögnuðir af þessu tagi hafi farið fram á hinum ótrúlegustu stöðum í Ólympíuþorpum víðs vegar um heim.

Samkvæmt fréttamiðlinum New York Post, var íþróttamaður á leikunum í Aþenu árið 2004 sem viðurkenndi að hafa stundað kynlíf á svölunum í íbúðinni sinni. Aðrir íþróttamenn hafa talað um það opinberlega að þeir hafi jafnvel stundað kynlíf í grasinu á milli húsa eða í heitum potti í Ólympíuþorpinu í gegnum árin. 

Það er því óhætt að segja að graðir íþróttamenn ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að nýta sér smokkana á Ólympíuleikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál