Axel Hallkell og Sigrún Edda gift í 31 ár

Axel Hallkell og Sigrún Edda brostu sínu breiðasta.
Axel Hallkell og Sigrún Edda brostu sínu breiðasta. Skjáskot/Facebook

Stórleikkonan Sigrún Edda Björgvinsdóttir og eiginmaður hennar, Axel Hallkell Jóhannesson leikmyndahönnuður og tónlistarmaður, fögnuðu 31 árs brúðkaupsafmæli sínu í gær, miðvikudaginn 31. júlí.

Sigrún Edda og Axel Hallkell, jafnan kallaður Langi Seli, fögnuðu tímamótunum með ljúffengri máltíð á veitingastaðnum Apotek við Austurstræti. 

Skelltu þumlunum upp

Í tilefni dagsins birti Sigrún Edda fallega mynd af þeim hjónum á Facebook-síðu sinni. Hjónin skelltu þumlunum upp fyrir myndatökuna enda miklu að fagna.

„Brúðkaupsafmæli nr. 31! 36 ár frá fyrsta kossi,“ skrifaði Sigrún Edda við færsluna. 

Hamingjuóskum hefur rignt yfir hjónin og hafa íslenskar leikhússtjörnur á borð við Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, Val Frey Einarsson og Gísla Örn Garðarsson óskað hjónunum til hamingju og við á Smartlandi gerum það að sjálfsögðu líka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda