Pandora Christie ákvað að best væri að hún og kærasti hennar flyttu í sundur. Hún fer yfir málin í pistli sínum á Stylist Magazine.
„Vinum mínum finnst skrítið að ég og kærastinn minn búum ekki saman. Við höfum verið saman í sex ár og bjuggum saman í þrjú ár. En fyrir einu og hálfu ári fattaði ég að við eyddum meiri gæðatíma saman þegar við bjuggum ekki saman. Eftir að við fórum að búa voru einkenndust stundirnar okkar saman af sjónvarpsglápi. Allt varð of þægilegt. Það er ekkert að því en stundum vill maður eitthvað meira.“
„Við áttum langt og gott samtal um hversu ólíkur lífsstíllinn okkar var. Hann vill vaka fram á nótt en ekki ég. Ég vil fara út á djammið en vil samt vera komin heim um ellefu leytið. Loks vil ég að íbúðin mín sé eins og vin í eyðimörkinni. Ég vil geta komið heim og slakað á.“
„Kærastinn er mjög snyrtilegur en ég er gjörn á að safna drasli þannig að ég var stöðugt í stresskasti að taka til svo hann myndi ekki pirrast á mér.“
„Við ákváðum því að prófa að búa í sitthvoru lagi. Nú leggjum við okkur fram um að hittast og verja góðum tíma saman. Alltaf þegar við hittumst er eins og við séum enn í tilhugalífinu. Maður hefur sig til áður en við hittumst og allt er meira spennandi. Ég hef mikla trú á þessu fyrirkomulagi.“
„Margir halda að það hljóti að vera eitthvað að manni ef maður geti ekki búið með makanum sínum. En fólk þróast á mismunandi hátt. Ég held að það að það sé fallegt að hafa hugrekki til þess að prófa nýtt fyrirkomulag og finna út hvað það er sem virkar fyrir þig og makann þinn.“
„Við erum ekki í stórum íbúðum en við höfum efni á að halda úti tveimur íbúðum. Mér finnst að það ætti að vera auðveldara fyrir ungt fólk að haga lífi sínu eins og við gerum. Að fólk geti haft efni á að búa sjálfstætt. Ég vona að við sjáum breytingu í þá átt.“
„Fyrir fólk sem hefur ekki efni á að búa í sundur þá mæli ég með að það finni leiðir til þess að búa til pláss til að verja í einrúmi. Besta tilfinningin er að finna fyrir söknuði. Það er svo sterk tilfinning. Svo er mikilvægt að halda áfram að fara á stefnumót, hafa sig til og fara út á lífið.“