Einhleypir þurfa ekki að örvænta

Fólk getur verið hamingjusamt saman og í sitthvoru lagi.
Fólk getur verið hamingjusamt saman og í sitthvoru lagi. Unsplash.com/Bence

Rannsóknir hafa gefið til kynna að einn af hverjum fjórum mun vera einhleypur út ævina. En er það endilega svo? Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir.

Umrædd rannsókn er frá Pew Research Center í Bandaríkjunum og var birt árið 2021. Þrátt fyrir að vera ekki ný af nálinni þá hefur rannsóknin ratað í fjölmiðla upp á síðkastið.

Kynlífsráðgjafinn Georgia Grace, segir í viðtali við Body & Soul að ekki sé tilefni til þess að örvænta. 

„Þessi rannsókn gefur ekki heildstæða mynd af þátttakendum. Margir líta kannski út fyrir að vera einhleypir því þeir hafa ekki gift sig en slíkar fullyrðingar standast svo ekki nánari skoðun. Sumir hafa verið í langtímasamböndum, eru fráskildir eða hafa misst maka sína. Sumir vilja svo ekki giftast. Kannski hafa þeir einhvers konar samkomulag með einhverjum. Það vantar að taka tillit til þessa ólíku aðila í rannsókninni.“

Grace bendir hins vegar á það að fólk nálgist stefnumót og sambönd með allt öðrum hætti en áður sem gæti útskýrt afhverju fleiri eru einhleypir. Fólk er til dæmis ekki jafntrúað og áður og frestar því að giftast.

„Fólk kýs í auknum mæli skírlífi og það er jafnvel að trenda á samfélagsmiðlum. Fólk um allan heim er að sniðganga karlmenn til þess að sýna samstöðu gegn ofríki og kúgun. Í gamla daga var fólk saman sama hvað tautaði og raulaði en í dag lætur það ekki bjóða sér samband sem nærir það ekki andlega. Konur eru þar að auki betur staddar fjárhagslega og þurfa ekki karlmann líkt og forðum daga.“

„Fleiri hafa líka áttað sig á því að það þarf ekki að vera í sambandi til þess að lifa hamingjusömu lífi. Staðreyndin er sú að öll tölfræðin er villandi og ekki er ástæða til þess að örvænta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda