Konur eru megin ástarveitur umhyggjuhagkerfisins

Berg­lind Rós Magnús­dótt­ir, pró­fess­or við Há­skóla Íslands, hefur unnið að rannsóknum á því sem dr. Anna Guðrún Jón­as­dótt­ir kallar ástar­kraft­ og þeirri misskiptingu sem samfélagið búið við hvað hann varðar og bitnar aðallega á konum, sem séu megin ástarveitur í umhyggjuhagkerfinu.

Berglind segir að allir þekki kenninguna um að vinnukraftur sé megin orkugjafinn í hagkerfinu, en ástarkraftur sé megin orkugjafinn í umhyggjuhagkerfinu eða ástar- eða kynverundarkerfinu. „Við erum með tvö framleiðslukerfi, en tölum helst bara um annað þeirra. Við tölum um vinnuhagkerfið, en ekki um ástarhagkerfið sem framleiðir nýja kynslóðir. Það hagkerfi er mjög illa skilgreint og mætti tala um skuggahagkerfi því það er dulið. Vinnan á bak við það er dulin, nema sú vinna sem hefur verið skilgreind í vinnuhagkerfinu. Það sem norrænu samfélögin eiga sammerkt, og hafa umfram önnur samfélög, er að þau hafa skilgreint meira af umhyggjuvinnunni sem raunverulega vinnu. Það er mjög hjálplegt, en hins vegar erum við enn þá að stríða við misskiptingu. Alveg eins og Karl Marx talaði um arðrán á vinnukrafti, þá talar Anna Guðrún um arðrán á ástarkrafti.“

— Ástarkrafturinn tengist umhyggjuhagkerfinu og í því hallar verulega á konur eins og sést á því að það er hvergi hærra hlutfall í Evrópu en á Íslandi hver það er algengt að konur séu í umhyggjustarfi við að hugsa um aldraða foreldra, aldraða tengdaforeldra, langveik börn eða langveika maka til viðbótar við þeirra daglegu störf og atvinnu.

„Þetta er mótsögnin í norrænum samfélögum að við teljum okkur standa fremst að vígi í öllu sem varðar kynjajafnrétti í heiminum og hér er atvinnuþátttaka kvenna hvað mest en um leið og atvinnuþátttakan er svona mikil þá er hún rosalega kynjaskipt enn þá, til dæmis hvað varðar hjúkrunarfræði og kennslu.

Við þekkjum öll söguna um kaupakonuna í Gröf sem fær borgað alveg þar til hægt er að kalla hana eiginkonu, þá þarf hún ekki að fá borgað af því að ástin er svo æðisleg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál