Gerði kaupmála við eiginmanninn en hefur skipt um skoðun - má það?

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Berg­lind Svavars­dótt­ir lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem gerði kaup­mála við eig­in­mann sinn en velt­ir fyr­ir sér næstu skref­um. Liðin eru mörg ár og kaup­mál­inn eig­in­lega úr­elt­ur. 

Góðan dag­inn. 

Við hjón­in gerðum með okk­ur kaup­mála á yngri árum. Íbúð, sum­ar­bú­staður og bíll er mín eign sam­kvæmt kaup­mál­an­um.

Þetta var gert því maður­inn minn var í fyr­ir­tækja­rekstri. Nú erum við nán­ast hætt að vinna og lífið stytt­ist. Hvernig er það varðandi arf til barna okk­ar ef ég fell frá und­an hon­um? Er betra að ég geri erfðarskrá? Við eig­um tvö börn. Ég er líka að velta fyr­ir mér hvað ger­ist ef hann fer á und­an? Ég vil taka það fram að það er mjög gott sam­band á milli okk­ar allra. 

Kær kveðja, 

DD

Góðan dag.

Við stofn­un hjú­skap­ar verða eign­ir hjóna hjú­skap­ar­eign­ir sem fel­ur það í sér að við skilnað eða and­lát á hvor maki um sig eða dán­ar­bú hans til­kall til helm­ings úr skírri hjú­skap­ar­eign hins (helm­inga­skipta­regla). Hafi hjón gert með sér kaup­mála þar sem til­tekn­ar eign­ir eru gerðar að sér­eign­um ann­ars mak­ans þá koma þær eign­ir ekki til skipta á milli hjón­anna og ekki er hægt að setj­ast í óskipt bú með sér­eign­um en hvor maki á hins veg­ar rétt til arfs skv. erfðalög­um. Ávallt er unnt að aft­ur­kalla eða breyta gild­andi kaup­mála sbr. 88. gr. hjú­skap­ar­laga nr. 31/​1993.  

Sam­kvæmt erfðalög­um nr. 8/​1962 erf­ir maki 1/​3 hluta eigna skamm­líf­ari og börn 2/​3. Ef þú fell­ur frá á und­an mann­in­um þínum og eign­ir bús­ins eru ein­vörðungu sér­eign­ir þá erfa börn­in 2/​3 en eft­ir­lif­andi maki 1/​3. Ef um hjú­skap­ar­eign­ir er að ræða held­ur eft­ir­lif­andi maki sín­um bús­hluta 50% auk arfs­hlut­ans 1/​3 eða sam­tals 2/​3 af heild­ar­eign­um bús­ins. Arf­leif­andi get­ur ráðstafað sín­um eign­um með erfðaskrá en ef maki og börn eru til staðar þá er hon­um ein­ung­is heim­ilt að ráðstafa 1/​3 hluta eigna sinna með erfðaskrá sbr. 35. gr. laga nr. 8/​1962.  

Kær kveðja, 

Berg­lind Svavars­dótt­ir lögmaður.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Berg­lindi eða öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda