Magnús Geir er yfir sig ástfanginn

Hjónin eru stórglæsileg.
Hjónin eru stórglæsileg. Hákon Pálsson

Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og eiginkona hans, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, stjórnandi rekstrarráðgafar Expectus, fögnuðu átta ára brúðkaupsafmæli sínu í gær, þriðjudag. Áttunda árið er bronsbrúðkaup og táknar það styrk og stöðugleika.

Magnús Geir birti fallega færslu á Facebook-síðu sinni í tilefni dagsins og deildi fallegri mynd frá brúðkaupsdeginum.

„All you need is love...

Átta ár frá frábærum degi - bronsbrúðkaup.

Hver dagur er öðrum betri með elsku Ingu minni og ég er heppnasti maður í heimi...og fjörið heldur áfram, börnin stækka og stuðið eykst. Lífið er gott og framtíðin er björt,“ skrifaði Magnús Geir við færsluna.

Magnús Geir og Ingibjörg Ösp giftu sig á fallegum sumardegi árið 2016. Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni og voru brúðhjón­in gef­in sam­an af Guðna Má Harðar­syni. Eft­ir at­höfn­ina buðu þau til veislu í Borg­ar­leik­hús­inu. Magnús Geir var Borgarleikhússtjóri á árunum 2008 til 2014. 

Smartland óskar hjónunum hjartanlega til hamingju með brúðkaupsafmælið!


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál