Er Svala í leit að hinum eina rétta?

Svala Björgvinsdóttir er stórglæsileg.
Svala Björgvinsdóttir er stórglæsileg. Skjáskot/Instagram

Svala Björgvinsdóttir, söngkona og fyrrverandi Eurovision-fari, er tilbúin að finna ástina á ný ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram. 

Söngkonan birti stórglæsileg mynd af sér klædd fallegum rauðum síðkjól, en rauður hefur lengi verið talinn litur ástarinnar. Við myndina skrifar Svala: „Ég er elegant og fáguð kona en hvar eru allir herramennirnir?“

Á lausu í ár 

Í október á síðasta ári var greint frá því að Svala og Alexander Egholm Alexandersson, jafnan kallaður Lexi Blaze, væru hætt saman eftir ríflega árs samband. Samband parsins vakti mikla athygli og þá sérstaklega aldursmunur þess, en Svala er 21 ári eldri en Alexander. 

Svala átti einnig í nokkurra ára sambandi við Kristján Einar Sigurbjörnsson, eða Kleina eins og hann er gjarnan kallaður, sem er jafngamall og Alexander, báðir fæddir árið 1998, og trúlofaðist honum síðla árs 2020. Parið sleit trúlofun sinni tveimur árum síðar. 

Svala vill koma því á framfæri að hún er alls ekki í makaleit og var myndin birt upp á grín til að skjóta á íslenska stefnumótamenningu sem er víst ekki upp á marga fiska að mati hennar. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda